Innlent

Allir opnir fyrir samstarfi

Frjálslyndi flokkurinn útilokar ekki samstarf við neina flokka eftir næstu borgarstjórnarkosningar. Sjálfstæðismenn útiloka ekki heldur samstarf við neina flokka að loknum kosningum. Forsvarsmenn Samfylkingar og Framsóknarflokksins í Reykjavík sögðu í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að á næstunni yrði samstarf flokka skoðað svo bjóða megi fram nýjan R-lista. Margrét Sverrisdóttir formaður Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn útiloki ekki samstarf við neinn flokk. Hún sagði það ekkert hafa breyst og að þau hafi starfað ótrauð að sínu sérframboði. Hún sagði að fundur yrði hjá borgarmálahópnum muni fara yfir málin á fundi á morgun. Hún sagði enga flokka enn hafa rætt við Frjálslynda um hugsanlegt samstarf en hún sagði að þau myndu skoða alla möguelika. Hún sagði samstarf við Sjálfstæðiflokk koma vel til greina ef þau næðu saman um málefnin. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sem einnig hefur gefið kost á sér í annað sætið á lista flokksins fyrir næstu kosningar, segir flokkinn ekki útiloka samstarf við neinn flokk. Hún sagði Sjálfstæðismenn ekki hafa neina sérstaka skoðun á því hvort að R-listinn er eða fer. Hún sagði Sjálfstæðismenn halda áfram sinni hugmyndavinnu og sínu starfi og klofningur R-listans hefur engin áhrif á það. Hún talið það til góðs fyrir borgarbúa að vinstri samstarfinu væri lokið. Hún sagði að sjálfstæðisflokkurinn hyggðist meta það að loknum kosningum til hvaða samstarfs þeir gengju en hún sagði að það væri kjósenda að velja það í kosningunum. Hún benti einnig á að flokkurinn væri opinn fyrir samstarfi við alla flokka ef til þess kemur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×