Neituðu öll sök 17. ágúst 2005 00:01 Klukkan 13:30 í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm örðum tengdum fyrirtækinu. Allir ákærðu mættu fyrir dómi og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar, þau voru öll sammála þegar þau sögðu ákærurnar vera rangar og lýstu sig jafnframt saklaus af öllum ákæruatriðum. Fréttatilkynning frá stjórn Baugs Group hf.: Í tilefni þingfestingar á máli ákæruvaldsins gegn stjórnendum og fyrrverandi stjórnendum Baugs Group hf. vill stjórn félagsins koma eftirfarandi á framfæri: Þó að Baugur Group sé þolandi hinna meintu brota hefur félagið, því miður, orðið fyrir óhjákvæmilegri röskun á starfsemi sinni. Eigi að síður hefur Baugur Group, í samstarfi við aðra, tekið yfir rekstur samtals 13 fyrirtækja erlendis frá því að lögregluyfirvöld hófu rannsókn sína í ágúst 2002. Nemur heildarverðmæti þeirra viðskipta 25.900 milljónum ISK. Þar að auki hefur félagið fjárfest fyrir 50.400 milljónir ISK í Bretlandi, Íslandi og Danmörku. Í samstarfi við stjórnendur, helstu fagfjárfesta og stóra alþjóðlega banka hefur Baugur átt þátt í yfirtökum á Hamleys, Big Food Group, Oasis, Goldsmith?s, Julian Graves, Karen Millen, MK One, Rubicon, Jane Norman og Woodward í Bretlandi og á Magasin du Nord, Illum og Keops í Danmörku. Í dag er Baugur Group leiðandi á smásölumarkaði á Íslandi, leiðandi fjárfestir og söluaðili þekktra vörumerkja í Bretlandi og framsækinn fjárfestir á smásölumarkaðnum í Danmörku. Staða Baugs Group er sterkari en nokkru sinni fyrr. Hjá félaginu og tengdum fyrirtækjum starfa um það bil 51.000 starfsmenn í nokkrum löndum, hreinar eignir þess nema 480 milljörðum ISK hinn 31. desember 2004 og heildarvelta nemur 866 milljörðum ISK. Stjórn Baugs Group hefur leitað eftir álitsgerðum óháðra aðila, lögfræðinga, endurskoðenda og annarra rannsóknaraðila, til að skýra þau atvik sem leiddu til ákærunnar. Meðal niðurstaðna þessara rannsókna er að forstjóri félagsins átti á öllum stundum innstæðu hjá félaginu á móti úttektum hans. Í ljósi niðurstaðna þessara aðila ítrekar stjórn félagsins stuðning sinn við forstjóra félagsins og aðra sakborninga. Baugur Group mun ekki víkja frá þeirri stefnu sinni að fjárfesta í framsæknum og þekktum fyrirtækjum. Stjórn Baugs Group þakkar þann stuðning sem samstarfsaðilar félagsins, starfsmenn þess og einkanlega æðstu stjórnendur, sem hafa orðið að axla aukna byrði vegna þessa máls, hafa sýnt félaginu. Nú þegar málið er loks komið til meðferðar dómstóla væntir Baugur Group þess að geta einbeitt sér að því að byggja enn frekar upp rekstur fyrirtækja sinna og taka þátt í nýjum fjárfestingum. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Klukkan 13:30 í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm örðum tengdum fyrirtækinu. Allir ákærðu mættu fyrir dómi og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar, þau voru öll sammála þegar þau sögðu ákærurnar vera rangar og lýstu sig jafnframt saklaus af öllum ákæruatriðum. Fréttatilkynning frá stjórn Baugs Group hf.: Í tilefni þingfestingar á máli ákæruvaldsins gegn stjórnendum og fyrrverandi stjórnendum Baugs Group hf. vill stjórn félagsins koma eftirfarandi á framfæri: Þó að Baugur Group sé þolandi hinna meintu brota hefur félagið, því miður, orðið fyrir óhjákvæmilegri röskun á starfsemi sinni. Eigi að síður hefur Baugur Group, í samstarfi við aðra, tekið yfir rekstur samtals 13 fyrirtækja erlendis frá því að lögregluyfirvöld hófu rannsókn sína í ágúst 2002. Nemur heildarverðmæti þeirra viðskipta 25.900 milljónum ISK. Þar að auki hefur félagið fjárfest fyrir 50.400 milljónir ISK í Bretlandi, Íslandi og Danmörku. Í samstarfi við stjórnendur, helstu fagfjárfesta og stóra alþjóðlega banka hefur Baugur átt þátt í yfirtökum á Hamleys, Big Food Group, Oasis, Goldsmith?s, Julian Graves, Karen Millen, MK One, Rubicon, Jane Norman og Woodward í Bretlandi og á Magasin du Nord, Illum og Keops í Danmörku. Í dag er Baugur Group leiðandi á smásölumarkaði á Íslandi, leiðandi fjárfestir og söluaðili þekktra vörumerkja í Bretlandi og framsækinn fjárfestir á smásölumarkaðnum í Danmörku. Staða Baugs Group er sterkari en nokkru sinni fyrr. Hjá félaginu og tengdum fyrirtækjum starfa um það bil 51.000 starfsmenn í nokkrum löndum, hreinar eignir þess nema 480 milljörðum ISK hinn 31. desember 2004 og heildarvelta nemur 866 milljörðum ISK. Stjórn Baugs Group hefur leitað eftir álitsgerðum óháðra aðila, lögfræðinga, endurskoðenda og annarra rannsóknaraðila, til að skýra þau atvik sem leiddu til ákærunnar. Meðal niðurstaðna þessara rannsókna er að forstjóri félagsins átti á öllum stundum innstæðu hjá félaginu á móti úttektum hans. Í ljósi niðurstaðna þessara aðila ítrekar stjórn félagsins stuðning sinn við forstjóra félagsins og aðra sakborninga. Baugur Group mun ekki víkja frá þeirri stefnu sinni að fjárfesta í framsæknum og þekktum fyrirtækjum. Stjórn Baugs Group þakkar þann stuðning sem samstarfsaðilar félagsins, starfsmenn þess og einkanlega æðstu stjórnendur, sem hafa orðið að axla aukna byrði vegna þessa máls, hafa sýnt félaginu. Nú þegar málið er loks komið til meðferðar dómstóla væntir Baugur Group þess að geta einbeitt sér að því að byggja enn frekar upp rekstur fyrirtækja sinna og taka þátt í nýjum fjárfestingum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira