Segjast öll saklaus 17. ágúst 2005 00:01 Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006. Ákærur á hendur sexmenningunum eru fjörtíu talsins. Nítján ákærur taka til samskipta Baugs og skyldra aðila, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11 verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota, sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem eiga að hafa verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um ríflega eitthundrað milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins, þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Upphæðirnar spanna frá 350 króna kaffibolla upp í 450 þúsund króna vörur frá Gucci. Baugur hefur vaxið óhemju hratt frá því fyrirtækið var skráð á markað í október 2000. Eigið fé fyrirtækisins var þá í kringum milljarður króna en í lok árs 2002 var það komið í 35 milljarða króna. Í dag er eigið fé fyrirtækisins um 480 milljarða króna og vinna yfir 50 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Hinir ákærðu viðurkenna að bókhaldið hafi ekki verið hárrétt en það sé erfitt að framkvæma þegar fyrirtæki eru í svo örum vexti. Í skýrslu lögfræðiskrifstofunnar Capcon Argen, sem Baugur fékk til að rannsaka ákærurnar á hendur forsvarsmönnum félagsins, er Baugur sagður hafa skuldað Jóni Ásgeiri margfalt það sem hann hafi tekið út úr fyrirtækinu. Eftir að hafa farið yfir öll gögn, sé ekki hægt að segja að hann hafi nokkurn tíma ætlað sér að stela enda engu reynt að leyna í reikningum félagsins. En reikningarnir eru rangir margir hverjir, það viðurkenna stjórnendur félagsins. Ef ekki er hægt að fara eftir bókhaldinu, eftir hverju á þá að fara þegar fyrirtæki eru skoðuð? Jón Ásgeir vildi lítið segja um málið en sagði að þau væru búin að fara yfir þetta og hefðu komist að því að ákærurnar væru hreinlega rangar. Og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs segir enga ákæranna vera byggða á traustum grunni. En sagði að þegar málið væri skoðað ofan í kjölinn þá virtust vera eðlilegar skýringar á öllum ákæruatriðum. Öll þau sem ákærð eru í málinu mættu til réttarins og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar upp. Ákærðu sögðu fyrir dómnum að ákærur væru rangar og lýstu öll yfir sakleysi sínu af öllum ákæruatriðum. Milliþinghald verður í málinu 20. október næstkomandi. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Sjá meira
Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006. Ákærur á hendur sexmenningunum eru fjörtíu talsins. Nítján ákærur taka til samskipta Baugs og skyldra aðila, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11 verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arcadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota, sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem eiga að hafa verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um ríflega eitthundrað milljónir króna. Þá er fjallað ítarlega um kafla ákærunnar um persónulega eyðslu Jóns Ásgeirs með kreditkortum fyrirtækisins, þar sem Jón Ásgeir er sakaður um að hafa á þriggja ára tímabili eytt um tólf og hálfri miljón króna í fatabúðum, skyndibitastöðum og börum. Upphæðirnar spanna frá 350 króna kaffibolla upp í 450 þúsund króna vörur frá Gucci. Baugur hefur vaxið óhemju hratt frá því fyrirtækið var skráð á markað í október 2000. Eigið fé fyrirtækisins var þá í kringum milljarður króna en í lok árs 2002 var það komið í 35 milljarða króna. Í dag er eigið fé fyrirtækisins um 480 milljarða króna og vinna yfir 50 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Hinir ákærðu viðurkenna að bókhaldið hafi ekki verið hárrétt en það sé erfitt að framkvæma þegar fyrirtæki eru í svo örum vexti. Í skýrslu lögfræðiskrifstofunnar Capcon Argen, sem Baugur fékk til að rannsaka ákærurnar á hendur forsvarsmönnum félagsins, er Baugur sagður hafa skuldað Jóni Ásgeiri margfalt það sem hann hafi tekið út úr fyrirtækinu. Eftir að hafa farið yfir öll gögn, sé ekki hægt að segja að hann hafi nokkurn tíma ætlað sér að stela enda engu reynt að leyna í reikningum félagsins. En reikningarnir eru rangir margir hverjir, það viðurkenna stjórnendur félagsins. Ef ekki er hægt að fara eftir bókhaldinu, eftir hverju á þá að fara þegar fyrirtæki eru skoðuð? Jón Ásgeir vildi lítið segja um málið en sagði að þau væru búin að fara yfir þetta og hefðu komist að því að ákærurnar væru hreinlega rangar. Og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs segir enga ákæranna vera byggða á traustum grunni. En sagði að þegar málið væri skoðað ofan í kjölinn þá virtust vera eðlilegar skýringar á öllum ákæruatriðum. Öll þau sem ákærð eru í málinu mættu til réttarins og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar upp. Ákærðu sögðu fyrir dómnum að ákærur væru rangar og lýstu öll yfir sakleysi sínu af öllum ákæruatriðum. Milliþinghald verður í málinu 20. október næstkomandi.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Sjá meira