Innlent

Stjórnarseta ekki hagsmunaárekstur

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar telur enga hagsmunaárekstra felast í því að hún eigi sæti í stjórn Seðlabankans. Samkvæmt siðareglum Samfylkingarinnar er þingmönnum óheimilt að sitja í stjórnum banka, stofnana og fyrirtækja þar sem hætta er á hagsmunaárekstrum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar situr í stjórn Seðlabankans. Þegar Ingibjörg Sólrún tók sæti í stjórn bankans var hún ekki í þingflokki Samfylkingarinnar og aðeins varaformaður flokksins. Nú er hún hinsvegar sest á þing. Ingibjörg Sólrún sagði í samtali við fréttastofuna nú rétt fyrir hádegi að í siðareglunum væri talað um viðskipta- og fjárfestingabanka. Seðlabankinn sé hvorugt, og því erfitt að sjá hvaða hagsmunaárekstrar gætu orðið. Hún sagði að þingflokkurinn muni fjalla um þetta mál, og ákveða hvort hún sitji áfram í stjórn Seðlabankans.   og varaþingmaður má e.t.v. halda því fram með rökum að hún hafi því ekki verið bundin af siðareglunum. Nú gerðist það hins vegar um síðastliðin mánaðarmót að Ingibjörg Sólrún, sem orðin er formaður flokksins tók sæti á þingi í stað Bryndísar Hlöðversdóttur, sem sagði af sér þingmennsku. Þar með verður ekki lengur um það deilt að siðareglurnar ná yfir hana. Því er ekki goðgá að velta því fyrir sér hvort hún hyggist segja sig úr stjórn Seðlabanka Íslands.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×