Innlent

Gagnrýnir þátttöku í ráðstefnu

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir þátttöku stjórnarskrárnefndar í fyrirhugaðri ráðstefnu Lögfræðingafélags Íslands um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ástæðuna segir hann vera að einungis sé gert ráð fyrir að kynnt verði viðhorf lögfræðinganefndar ríkisstjórnarinnar sem komið var á fót eftir að forseti synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Nefndin átti að meta hvort heimilt væri að setja þröskulda og skilyrði fyrir meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem aldrei var haldin. Þá segir Össur að viðhorfum annarra fræðimanna sem voru á allt annarri skoðun sé ekki fundinn staður í ráðstefnunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×