Innlent

Athuga ný flugvallarstæði

Borgarráð fól í dag framkvæmdasviði borgarinnar og skipulags- og byggingarsviði að hafa forgöngu um athugun á styttingu núverandi flugbrauta í Vatnsmýrinni og hugsanlegum nýjum flugvallarstæðum í samvinnu við stýrihóp um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Tillaga þessa efnis var samþykkt einróma í borgarráði í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá borgarstjórn. Gert er ráð fyrir að samráð verði haft við flugrekstraraðila, flugmálastjórn og samgönguráðuneyti auk nágrannasveitarfélaga þar sem staðsetning flugvallar hefur bein áhrif. Samkvæmt samþykkt borgarráðs verða vænlegustu kostirnir að loknu frummati metnir nánar, frumtillaga gerð um legu flugbrauta, skipulag flugvallarsvæðis, fyrirkomulag vegtenginga og áætlun gerð um stofnkostnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×