Innlent

Misvísandi skoðanakannanir

Skoðanakannanir á fylgi flokka í Noregi eru mjög misvísandi. Könnun fyrir Aftenposten bendir til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir fái níutíu og fjögur sæti í kosningunum í september, en það væri þá mesta fylgi þeirra frá kosningunum árið 2000. Gallup-könnun fyrir TV2 bendir hins vegar til þess að flokkarnir fái áttatíu og níu sæti, sem er sex sætum minna en í könnun sömu aðila í síðustu viku. Stjórnarflokkarnir fengju hins vegar færri sæti en stjórnarandstaðan samkvæmt báðum könnunum og því ljóst að allt stefnir í stjórnarskipti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×