Innlent

Tekur samkeppni fagnandi

Að minnsta kosti tveir munu bítast um leiðtogasæti á lista Samfylkingarinnar við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann segist sækjast eftir fyrsta sæti listans. Stefán vann prófkjör Samfylkingarinnar fyrir fjórum árum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, sem hafnaði í öðru sæti prófkjörsins fyrir fjórum árum, stefnir sömuleiðis ótrauð á fyrsta sætið. Hún segist stefna á fyrsta að öllu óbreyttu. Steinunn segir það blasa við að sá sem hljóti 1. sætið verði borgarstjórnarefni Samfylkingarinnar. Hún telur það liggja í augum uppi að sá sem hljóti efsta sætið verði borgarstjóraefni flokksins. Henni líst ágætlega á að fá keppni um sætið frá Stefáni Jóni. Hún sagði ákvörðun Stefáns Jóns ekki koma sér á óvart og hún tekur henni fagnandi og henni finnst það góðs viti að það séu fleiri en einn og fleiri en tveir sem vilji bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningum sagði Steinunn Valdís, sem var á leiðinni inn í Þórsmörk ásamt öðru Samfylkingarfólki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×