Áherslan verður lögð á varnarleik 27. ágúst 2005 00:01 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag því sænska á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð, en leikurinn er hluti af undankeppni heimsmeistaramótsins. Lið Svíþjóðar er eitt það allra besta í heiminum og hefur margsinnis leikið til úrslita á stórmótum á síðustu árum. Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, vonast til þess að íslenska liðið geti komið á óvart. "Þetta verður erfiður leikur og varnarleikur okkar verður að vera virkilega góður. Sænska liðið er eitt það besta í heiminum og í svona leikjum er ekki hægt að leyfa sér neitt kæruleysi. Það mun því verða okkar verkefni að nýta skyndisóknirnar og sýna samstöðu í varnarleiknum. "Íslenska liðið er búið að keppa einn leik til þessa og var það gegn landsliði Hvíta-Rússlands. Íslenska liðið vann þann leik nokkuð örugglega, 3-0, en Jörundur hefði viljað vinna hann með meiri mun. "Auðvitað hefði verið gott að vinna með meiri mun en það er líka gott veganesti fyrir þennan leik gegn Svíþjóð að halda markinu hreinu og það verður útgangspunktur okkar í leiknum gegn sænska liðinu." Þrír leikmenn íslenska liðsins eiga við smávægileg meiðsl að stríða en það eru Laufey Ólafsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir. Jörundur vonast til þess að þær verði með í leiknum í dag. "Vonandi verða þær klárar í slaginn en ég geri nú ekkert ráð fyrir því að þær verði allar orðnar leikhæfar."Mikið mun mæða á Eddu Garðarsdóttur, leikmanni Breiðabliks, en hún verður líklega í stöðu aftasta miðjumanns eða í vörninni. "Leikurinn leggst vel í okkur enda er Svíþjóð eitt besta landslið í heiminum. Við þurfum allar að leika vel ef stig á að nást út úr þessari viðureign. Við erum með góða sóknarmenn eins og Margréti Láru Viðarsdóttur og Ásthildi Helgadóttur og þær þurfa ekki að fá mörg færi til þess að skora. Ef varnleikurinn gengur vel þá fáum við örugglega einhver marktækifæri og vonandi tekst okkur að nýta þau." Íslenski boltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag því sænska á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð, en leikurinn er hluti af undankeppni heimsmeistaramótsins. Lið Svíþjóðar er eitt það allra besta í heiminum og hefur margsinnis leikið til úrslita á stórmótum á síðustu árum. Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, vonast til þess að íslenska liðið geti komið á óvart. "Þetta verður erfiður leikur og varnarleikur okkar verður að vera virkilega góður. Sænska liðið er eitt það besta í heiminum og í svona leikjum er ekki hægt að leyfa sér neitt kæruleysi. Það mun því verða okkar verkefni að nýta skyndisóknirnar og sýna samstöðu í varnarleiknum. "Íslenska liðið er búið að keppa einn leik til þessa og var það gegn landsliði Hvíta-Rússlands. Íslenska liðið vann þann leik nokkuð örugglega, 3-0, en Jörundur hefði viljað vinna hann með meiri mun. "Auðvitað hefði verið gott að vinna með meiri mun en það er líka gott veganesti fyrir þennan leik gegn Svíþjóð að halda markinu hreinu og það verður útgangspunktur okkar í leiknum gegn sænska liðinu." Þrír leikmenn íslenska liðsins eiga við smávægileg meiðsl að stríða en það eru Laufey Ólafsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Guðlaug Jónsdóttir. Jörundur vonast til þess að þær verði með í leiknum í dag. "Vonandi verða þær klárar í slaginn en ég geri nú ekkert ráð fyrir því að þær verði allar orðnar leikhæfar."Mikið mun mæða á Eddu Garðarsdóttur, leikmanni Breiðabliks, en hún verður líklega í stöðu aftasta miðjumanns eða í vörninni. "Leikurinn leggst vel í okkur enda er Svíþjóð eitt besta landslið í heiminum. Við þurfum allar að leika vel ef stig á að nást út úr þessari viðureign. Við erum með góða sóknarmenn eins og Margréti Láru Viðarsdóttur og Ásthildi Helgadóttur og þær þurfa ekki að fá mörg færi til þess að skora. Ef varnleikurinn gengur vel þá fáum við örugglega einhver marktækifæri og vonandi tekst okkur að nýta þau."
Íslenski boltinn Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira