Hafi keypt flöskur í Póllandi 30. ágúst 2005 00:01 Litháinn sem flutti tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins neitar því alfarið að hafa vitað um sýruna. Hann hafi keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og komið hingað til lands eingöngu til að hitta ástmey sína. Verjandi mannsins gagnrýnir rannsóknargögn málsins. Litháinn, sem er 37 ára gamall, var að koma til landsins í fjórða sinn. Hann var handtekinn í Leifsstöð fyrir viku þar sem hann flutti með sér tvær áfengisflöskur sem innihéldu brennisteinssýru. Í aðalmeðferð málsins í morgun sagðist maðurinn hafa keypt flöskurnar á götumarkaði í Póllandi, en hann var á leið með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hann segist ekki hafa vitað að um brennisteinssýru hafi verið að ræða þegar hann keypti flöskurnar - hann hafi einungis ætlað að kaupa sér áfengi. Fram kom fyrir dómnum að maðurinn hafi ætlað að hitta litháíska ástkonu sína hér á landi, en konan býr í London og eru þau bæði gift. Þetta er í fjórða skiptið sem maðurinn kemur til Íslands og fyrir dómi bar hann að hingað kæmi hann til að slaka á og fara í frí, en hann segist starfa við innflutning bíla frá Þýskalandi. Hann býr í bænum Kaunas í Litháen, en þar bjó einnig Vaidas Jusevicius, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupsstað, auk fleiri Litháa sem hafa verið handteknir hér á landi í tengslum við fíkniefnainnflutning. Í máli ákæruvaldsins kom fram að sterkar líkur væru á því að maðurinn tengdist alþjóðlegri glæpastarfsemi og er krafist hámarksrefsingar yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sagði skýringar hans eðlilegar. Hún gagnrýndi harðlega rannsókn á innihaldi flasknanna og sagði ekki fullsannað að um brennisteinssýru væri að ræða þar sem rannsaka hefði þurft innihaldið betur til að fá fram óyggjandi sönnun. Hún sagði einnig að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefði rekið málið í fjölmiðlum og að það hefði skaðað málið. Dómur verður kveðinn upp í málinu á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Litháinn sem flutti tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins neitar því alfarið að hafa vitað um sýruna. Hann hafi keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og komið hingað til lands eingöngu til að hitta ástmey sína. Verjandi mannsins gagnrýnir rannsóknargögn málsins. Litháinn, sem er 37 ára gamall, var að koma til landsins í fjórða sinn. Hann var handtekinn í Leifsstöð fyrir viku þar sem hann flutti með sér tvær áfengisflöskur sem innihéldu brennisteinssýru. Í aðalmeðferð málsins í morgun sagðist maðurinn hafa keypt flöskurnar á götumarkaði í Póllandi, en hann var á leið með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hann segist ekki hafa vitað að um brennisteinssýru hafi verið að ræða þegar hann keypti flöskurnar - hann hafi einungis ætlað að kaupa sér áfengi. Fram kom fyrir dómnum að maðurinn hafi ætlað að hitta litháíska ástkonu sína hér á landi, en konan býr í London og eru þau bæði gift. Þetta er í fjórða skiptið sem maðurinn kemur til Íslands og fyrir dómi bar hann að hingað kæmi hann til að slaka á og fara í frí, en hann segist starfa við innflutning bíla frá Þýskalandi. Hann býr í bænum Kaunas í Litháen, en þar bjó einnig Vaidas Jusevicius, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupsstað, auk fleiri Litháa sem hafa verið handteknir hér á landi í tengslum við fíkniefnainnflutning. Í máli ákæruvaldsins kom fram að sterkar líkur væru á því að maðurinn tengdist alþjóðlegri glæpastarfsemi og er krafist hámarksrefsingar yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sagði skýringar hans eðlilegar. Hún gagnrýndi harðlega rannsókn á innihaldi flasknanna og sagði ekki fullsannað að um brennisteinssýru væri að ræða þar sem rannsaka hefði þurft innihaldið betur til að fá fram óyggjandi sönnun. Hún sagði einnig að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefði rekið málið í fjölmiðlum og að það hefði skaðað málið. Dómur verður kveðinn upp í málinu á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira