Hefði mátt sækja sýruna sína 31. ágúst 2005 00:01 Litháískur karlmaður á fertugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um að hafa smyglað hingað brennisteinssýru til fíkniefnagerðar. Þá var upptökukröfu ákæruvaldsins vísað frá dómi og sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns á Keflavíkurflugvelli sagði eftir að dómurinn hafði verið skoðaður í gær, að honum yrði ekki áfrýjað. Litháinn hafði þá fengið afhent vegabréf sitt og var á leið úr landi. "Ég bjóst nú frekar við þessari niðurstöðu," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháans. Dómurinn telur ekki fullar sönnur hafa verið færðar á innihald flasknanna sem teknar voru af honum. "Álit dómsins er að sá vafi nægi einn og sér til sýknu, en bætir svo líka við að efasemdir séu um huglæg refsiskilyrði fyrir brotinu, það er að segja hvort ákærði hafi vitað, eða mátt vita að hann væri að flytja brennisteinssýru til landsins," bætti hún við. Dómurinn gagnrýnir rannsókn málsins harðlega og segir sókn þess öðru fremur hafa einkennst af "órökstuddum dylgjum um að ákærði sé bendlaður við alþjóðlega glæpastarfsemi." Þá er því hafnað að útskýringar mannsins á ferðum sínum hafi verið ótrúverðugar. "Er og alþekkt að menn leggja í langferðir til að leyna framhjáhaldi fyrir maka sínum," segir dómurinn. "Dómurinn er náttúrlega mjög strangur og mikil vonbrigði. Hingað til hefur verið litið fram hjá sögutilbúnaði burðardýra sem tekin hafa verið með ólögleg efni í tolli og því kemur þetta nokkuð á óvart," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en hann var í gær staddur í útlöndum. "Ég er ekki fyllilega búinn að kynna mér forsendur dómsins, en við tökum til skoðunar og úrbóta aðfinnslur gagnvart okkar vinnu." Heimildir blaðsins herma að innan lögreglu velti menn því nú fyrir sér hvort farin hafi verið rétt leið í vali á ákæru í málinu, því ekkert hafi legið fyrir um tengingu við amfetamínframleiðslu. Þannig hefði ef til vill verið líklegra til sakfellingar kæra fyrir að stofna lífi og limum fólks í hættu með því að vera með sýruna í handfarangri í flugvél. Dóminn kvað upp Jónas Jóhannsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Litháískur karlmaður á fertugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um að hafa smyglað hingað brennisteinssýru til fíkniefnagerðar. Þá var upptökukröfu ákæruvaldsins vísað frá dómi og sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns á Keflavíkurflugvelli sagði eftir að dómurinn hafði verið skoðaður í gær, að honum yrði ekki áfrýjað. Litháinn hafði þá fengið afhent vegabréf sitt og var á leið úr landi. "Ég bjóst nú frekar við þessari niðurstöðu," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháans. Dómurinn telur ekki fullar sönnur hafa verið færðar á innihald flasknanna sem teknar voru af honum. "Álit dómsins er að sá vafi nægi einn og sér til sýknu, en bætir svo líka við að efasemdir séu um huglæg refsiskilyrði fyrir brotinu, það er að segja hvort ákærði hafi vitað, eða mátt vita að hann væri að flytja brennisteinssýru til landsins," bætti hún við. Dómurinn gagnrýnir rannsókn málsins harðlega og segir sókn þess öðru fremur hafa einkennst af "órökstuddum dylgjum um að ákærði sé bendlaður við alþjóðlega glæpastarfsemi." Þá er því hafnað að útskýringar mannsins á ferðum sínum hafi verið ótrúverðugar. "Er og alþekkt að menn leggja í langferðir til að leyna framhjáhaldi fyrir maka sínum," segir dómurinn. "Dómurinn er náttúrlega mjög strangur og mikil vonbrigði. Hingað til hefur verið litið fram hjá sögutilbúnaði burðardýra sem tekin hafa verið með ólögleg efni í tolli og því kemur þetta nokkuð á óvart," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en hann var í gær staddur í útlöndum. "Ég er ekki fyllilega búinn að kynna mér forsendur dómsins, en við tökum til skoðunar og úrbóta aðfinnslur gagnvart okkar vinnu." Heimildir blaðsins herma að innan lögreglu velti menn því nú fyrir sér hvort farin hafi verið rétt leið í vali á ákæru í málinu, því ekkert hafi legið fyrir um tengingu við amfetamínframleiðslu. Þannig hefði ef til vill verið líklegra til sakfellingar kæra fyrir að stofna lífi og limum fólks í hættu með því að vera með sýruna í handfarangri í flugvél. Dóminn kvað upp Jónas Jóhannsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjaness.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira