Fimm mannræningjar í gæsluvarðhald 3. september 2005 00:01 Fimm menn á aldrinum 16 til 26 ára voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt starfsmanni Bónuss á Seltjarnesi á föstudag. Mennirnir, sem voru flestir undir áhrifum áfengis eða vímuefna, voru handteknir skömmu eftir atburðinn eftir að starfsfólk Bónuss gat gefið lögreglu lýsingar á þeim. Seinni part föstudags ruddust mennirnir inn í verslun Bónuss og höfðu þar tæplega tvítugan starfsmann verslunarinnar á brott með sér. Þeir settu hann í skottið á bíl sem þeir óku. Maðurinn, sem rænt var, vill meina að mannræningjarnir hafi einnig ógnað honum með byssu en hún hefur ekki fundist. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Reykjavík, óku mannræningjarnir með manninn á afvikinn stað á Seltjarnesi og höfðu í hótunum við hann. Í framhaldinu neyddu þeir hann svo til þess að taka út peninga af greiðslukorti sem hann átti. Starfsfólk verslunarinnar hafði samband við lögregluna sem gat eftir ábendingu starfsfólksins áttað sig á því um hvaða menn var að ræða og voru fjórir hinna grunuðu handteknir skömmu síðar og í beinu framhaldi sá fimmti. Þeir gistu fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Í gær hófust svo yfirheyrslur yfir mönnunum og var í framhaldinu ákveðið að krefjast sex daga gæsluvarðhalds yfir þeim. Sá sem talinn er hafa verið hvatamaðurinn að verknaðinum, hafði fyrr um daginn verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Ómar Smári segir að forsendur gæsluvarðhaldsins hafi verið brostnar og því var honum sleppt en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna auðgunarbrota. Að sögn Ómars Smára liggur ekki ljóst fyrir hvers vegna hann ákvað að ráðast gegn frelsi hins tæplega tvítuga manns. Yfirheyrslur yfir mönnunum verður haldið áfram í dag en mennirnir gista fangageymslur á Litla-Hrauni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fimm menn á aldrinum 16 til 26 ára voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt starfsmanni Bónuss á Seltjarnesi á föstudag. Mennirnir, sem voru flestir undir áhrifum áfengis eða vímuefna, voru handteknir skömmu eftir atburðinn eftir að starfsfólk Bónuss gat gefið lögreglu lýsingar á þeim. Seinni part föstudags ruddust mennirnir inn í verslun Bónuss og höfðu þar tæplega tvítugan starfsmann verslunarinnar á brott með sér. Þeir settu hann í skottið á bíl sem þeir óku. Maðurinn, sem rænt var, vill meina að mannræningjarnir hafi einnig ógnað honum með byssu en hún hefur ekki fundist. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Reykjavík, óku mannræningjarnir með manninn á afvikinn stað á Seltjarnesi og höfðu í hótunum við hann. Í framhaldinu neyddu þeir hann svo til þess að taka út peninga af greiðslukorti sem hann átti. Starfsfólk verslunarinnar hafði samband við lögregluna sem gat eftir ábendingu starfsfólksins áttað sig á því um hvaða menn var að ræða og voru fjórir hinna grunuðu handteknir skömmu síðar og í beinu framhaldi sá fimmti. Þeir gistu fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Í gær hófust svo yfirheyrslur yfir mönnunum og var í framhaldinu ákveðið að krefjast sex daga gæsluvarðhalds yfir þeim. Sá sem talinn er hafa verið hvatamaðurinn að verknaðinum, hafði fyrr um daginn verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Ómar Smári segir að forsendur gæsluvarðhaldsins hafi verið brostnar og því var honum sleppt en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna auðgunarbrota. Að sögn Ómars Smára liggur ekki ljóst fyrir hvers vegna hann ákvað að ráðast gegn frelsi hins tæplega tvítuga manns. Yfirheyrslur yfir mönnunum verður haldið áfram í dag en mennirnir gista fangageymslur á Litla-Hrauni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira