Fimm mannræningjar í gæsluvarðhald 3. september 2005 00:01 Fimm menn á aldrinum 16 til 26 ára voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt starfsmanni Bónuss á Seltjarnesi á föstudag. Mennirnir, sem voru flestir undir áhrifum áfengis eða vímuefna, voru handteknir skömmu eftir atburðinn eftir að starfsfólk Bónuss gat gefið lögreglu lýsingar á þeim. Seinni part föstudags ruddust mennirnir inn í verslun Bónuss og höfðu þar tæplega tvítugan starfsmann verslunarinnar á brott með sér. Þeir settu hann í skottið á bíl sem þeir óku. Maðurinn, sem rænt var, vill meina að mannræningjarnir hafi einnig ógnað honum með byssu en hún hefur ekki fundist. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Reykjavík, óku mannræningjarnir með manninn á afvikinn stað á Seltjarnesi og höfðu í hótunum við hann. Í framhaldinu neyddu þeir hann svo til þess að taka út peninga af greiðslukorti sem hann átti. Starfsfólk verslunarinnar hafði samband við lögregluna sem gat eftir ábendingu starfsfólksins áttað sig á því um hvaða menn var að ræða og voru fjórir hinna grunuðu handteknir skömmu síðar og í beinu framhaldi sá fimmti. Þeir gistu fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Í gær hófust svo yfirheyrslur yfir mönnunum og var í framhaldinu ákveðið að krefjast sex daga gæsluvarðhalds yfir þeim. Sá sem talinn er hafa verið hvatamaðurinn að verknaðinum, hafði fyrr um daginn verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Ómar Smári segir að forsendur gæsluvarðhaldsins hafi verið brostnar og því var honum sleppt en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna auðgunarbrota. Að sögn Ómars Smára liggur ekki ljóst fyrir hvers vegna hann ákvað að ráðast gegn frelsi hins tæplega tvítuga manns. Yfirheyrslur yfir mönnunum verður haldið áfram í dag en mennirnir gista fangageymslur á Litla-Hrauni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Fimm menn á aldrinum 16 til 26 ára voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt starfsmanni Bónuss á Seltjarnesi á föstudag. Mennirnir, sem voru flestir undir áhrifum áfengis eða vímuefna, voru handteknir skömmu eftir atburðinn eftir að starfsfólk Bónuss gat gefið lögreglu lýsingar á þeim. Seinni part föstudags ruddust mennirnir inn í verslun Bónuss og höfðu þar tæplega tvítugan starfsmann verslunarinnar á brott með sér. Þeir settu hann í skottið á bíl sem þeir óku. Maðurinn, sem rænt var, vill meina að mannræningjarnir hafi einnig ógnað honum með byssu en hún hefur ekki fundist. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Reykjavík, óku mannræningjarnir með manninn á afvikinn stað á Seltjarnesi og höfðu í hótunum við hann. Í framhaldinu neyddu þeir hann svo til þess að taka út peninga af greiðslukorti sem hann átti. Starfsfólk verslunarinnar hafði samband við lögregluna sem gat eftir ábendingu starfsfólksins áttað sig á því um hvaða menn var að ræða og voru fjórir hinna grunuðu handteknir skömmu síðar og í beinu framhaldi sá fimmti. Þeir gistu fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Í gær hófust svo yfirheyrslur yfir mönnunum og var í framhaldinu ákveðið að krefjast sex daga gæsluvarðhalds yfir þeim. Sá sem talinn er hafa verið hvatamaðurinn að verknaðinum, hafði fyrr um daginn verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Ómar Smári segir að forsendur gæsluvarðhaldsins hafi verið brostnar og því var honum sleppt en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna auðgunarbrota. Að sögn Ómars Smára liggur ekki ljóst fyrir hvers vegna hann ákvað að ráðast gegn frelsi hins tæplega tvítuga manns. Yfirheyrslur yfir mönnunum verður haldið áfram í dag en mennirnir gista fangageymslur á Litla-Hrauni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira