Ræddu um ofbeldi á Norðurlöndum 4. september 2005 00:01 Eru Norðurlöndin griðastaður fyrir ofbeldismenn? Um þetta var spurt á tveggja daga norrænni ráðstefnu sem regnhlífarsamtökin Norrænar konur gegn ofbeldi héldu í Reykjavík um helgina. Fjölmargir fyrirlestrar og hringborðsumræður voru haldnir á þessari ráðstefnu sem Stígamót héldu utan um. Þar kom meðal annars í ljós að vandamálin eru nokkuð svipuð á Norðurlöndunum, en mismunandi hvernig tekið er á vandanum. Svíar eru þar framarlega. Gudrun Norberg, fulltrúi Svía á ráðstefnunni, segir að Svíar hafi náð miklum árangri eftir umfangsmikla endurskipulagningu um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Hún hafi leitt til þess að ný lög hafi verið sett um málefnið. Lögunum hafi verið breytt í samræmi við mjög mikilvægar rannsóknir sem tóku mið af sjónarmiði kvenna og tóku tillit til fjölda norrænna og alþjóðlegra rannsókna þar sem menn hefðu öðlast skilning á þeirri framvindu sem hefði niðurrifsáhrif. Gudrun var spurð hvort hún gæti bent á eitthvað sem mætti betur fara á Íslandi. Hún sagði að löggjöf um kynferðisafbrot almennt þarfnaðist endurskoðunar. Henni þætti það þess virði að flytja út hinar árangursríku sænsku úrbætur. Þá sagðist hún telja að það hefði þýðingu að hafa samráð við hagsmunaaðila. Í Svíþjóð hefðu það verið kvennaathvörfin sem hefðu rekið á eftir málum og þá gegndu konur í stjórnmálum og rannsóknum mikilvægu hlutverki en jafnframt hefði fengist stuðningur frá körlum í stjórnmálum. Konur á ráðstefnunni fögnuðu því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur boðað að skerpt verði á lögum um kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi. Þær veltu hins vegar vöngum yfir því að einni manneskju hefði verið falið það verkefni og vonuðu að þær fengju að leggja eitthvað til málanna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eru Norðurlöndin griðastaður fyrir ofbeldismenn? Um þetta var spurt á tveggja daga norrænni ráðstefnu sem regnhlífarsamtökin Norrænar konur gegn ofbeldi héldu í Reykjavík um helgina. Fjölmargir fyrirlestrar og hringborðsumræður voru haldnir á þessari ráðstefnu sem Stígamót héldu utan um. Þar kom meðal annars í ljós að vandamálin eru nokkuð svipuð á Norðurlöndunum, en mismunandi hvernig tekið er á vandanum. Svíar eru þar framarlega. Gudrun Norberg, fulltrúi Svía á ráðstefnunni, segir að Svíar hafi náð miklum árangri eftir umfangsmikla endurskipulagningu um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Hún hafi leitt til þess að ný lög hafi verið sett um málefnið. Lögunum hafi verið breytt í samræmi við mjög mikilvægar rannsóknir sem tóku mið af sjónarmiði kvenna og tóku tillit til fjölda norrænna og alþjóðlegra rannsókna þar sem menn hefðu öðlast skilning á þeirri framvindu sem hefði niðurrifsáhrif. Gudrun var spurð hvort hún gæti bent á eitthvað sem mætti betur fara á Íslandi. Hún sagði að löggjöf um kynferðisafbrot almennt þarfnaðist endurskoðunar. Henni þætti það þess virði að flytja út hinar árangursríku sænsku úrbætur. Þá sagðist hún telja að það hefði þýðingu að hafa samráð við hagsmunaaðila. Í Svíþjóð hefðu það verið kvennaathvörfin sem hefðu rekið á eftir málum og þá gegndu konur í stjórnmálum og rannsóknum mikilvægu hlutverki en jafnframt hefði fengist stuðningur frá körlum í stjórnmálum. Konur á ráðstefnunni fögnuðu því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur boðað að skerpt verði á lögum um kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi. Þær veltu hins vegar vöngum yfir því að einni manneskju hefði verið falið það verkefni og vonuðu að þær fengju að leggja eitthvað til málanna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira