Áfall fyrir ákæruvaldið 6. september 2005 00:01 "Um ákveðið áfall er að ræða fyrir ákæruvaldið, fram hjá því er ekki hægt að horfa," segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor um bréf dómara í Baugsmálinu þar sem bent er á að verulegi annmarkar kunni að vera á ákærum. Í bréfinu segir að annmarkarnir kunni að vera slíkir að úr þeim verði ekki bætt og ákærum jafnvel vísað frá dómi. Anmarkarnir snúa að 18 ákæruliðum af 40 á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni. "Ákæra á að vera þannig úr garði gerð að hægt sé að dæma mál á grundvelli hennar. Hún og þau gögn sem henni fylgja eiga að vera þannig að ekki þurfi frekari skýringa við til að hægt sé að leggja dóm á ákæruna," segir Eiríkur. "Hér er um að ræða ágalla á ákærunni, það er alveg ljóst. En svo verður bara að koma í ljós hvort þeir leiða til frávísunar eftir að skýringar ákæruvaldsins hafa komið fram." Hann segir Baugsmálinu tæpast verða vísað frá í heild sinni þó svo að einstökum ákæruliðum yrði vísað frá. "Málið er svo margþætt og ákæruatriði aðskilin, sýnist mér." Jón H. Snorrason ríkissaksóknari telur ábendingar dómaranna dæmi um mjög vandaða málsmeðferð í Baugsmálinu. Þær séu fjarri því að vera áfellisdómur yfir störf ákæruvaldins, því ekki sé gefið að anmarkar séu á rannsókninni. "Oft eru fundir einhverjir hnökrar á ákærum og málum því vísað frá í Hæstarétti eða sýknað af þeim ástæðum. Dómurinn er að koma í veg fyrir að eitthvað slíkt komi upp," segir Jón og telur kappnógan tíma til að gera bót á ákærunum. Liðirnir sem sett sé út á, þar á meðal viðskipti á milli Baugs og Gaums, séu ekki aðalatriði málsins, enn nái ákærurnar til stórfelldra bókhaldsbrota að upphæð einum milljarði króna. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, leggur áherslu á að bréf dómaranna sé hvorki úrskurður né ákvörðun í sjálfu sér. "Þetta er boðun í þinghald þar sem dómurinn segist munu gefa mönnum kost á að tjá sig um þessa niðurstöðu sína," segir hann, en bætir við að verði niðurstaðan sú að málinu verði vísað frá að hluta sé það gífurlega harður dómur yfir vinnubrögðum ákæranda. Þá telur hann ólíklegt að ákæruvaldið fái að laga annmarkana með framhaldsákæru, enda séu heimildir í lögum til að gera leiðréttingar á ákærum óskaplega þröngar. "Þetta eru miklu alvarlegri hlutir en úr þeim verði bætt á grundvelli þeirra heimilda." "Þetta sætir tíðindum," segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Jóhannesar Jónssonar og bætir við að þróun mála komi honum ekki að öllu leyti á óvart því honum hafi fundist ákæran hroðvirknislega unnin. Hann áréttar þó að niðurstaða dómara liggi ekki fyrir. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta mánudag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
"Um ákveðið áfall er að ræða fyrir ákæruvaldið, fram hjá því er ekki hægt að horfa," segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor um bréf dómara í Baugsmálinu þar sem bent er á að verulegi annmarkar kunni að vera á ákærum. Í bréfinu segir að annmarkarnir kunni að vera slíkir að úr þeim verði ekki bætt og ákærum jafnvel vísað frá dómi. Anmarkarnir snúa að 18 ákæruliðum af 40 á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni. "Ákæra á að vera þannig úr garði gerð að hægt sé að dæma mál á grundvelli hennar. Hún og þau gögn sem henni fylgja eiga að vera þannig að ekki þurfi frekari skýringa við til að hægt sé að leggja dóm á ákæruna," segir Eiríkur. "Hér er um að ræða ágalla á ákærunni, það er alveg ljóst. En svo verður bara að koma í ljós hvort þeir leiða til frávísunar eftir að skýringar ákæruvaldsins hafa komið fram." Hann segir Baugsmálinu tæpast verða vísað frá í heild sinni þó svo að einstökum ákæruliðum yrði vísað frá. "Málið er svo margþætt og ákæruatriði aðskilin, sýnist mér." Jón H. Snorrason ríkissaksóknari telur ábendingar dómaranna dæmi um mjög vandaða málsmeðferð í Baugsmálinu. Þær séu fjarri því að vera áfellisdómur yfir störf ákæruvaldins, því ekki sé gefið að anmarkar séu á rannsókninni. "Oft eru fundir einhverjir hnökrar á ákærum og málum því vísað frá í Hæstarétti eða sýknað af þeim ástæðum. Dómurinn er að koma í veg fyrir að eitthvað slíkt komi upp," segir Jón og telur kappnógan tíma til að gera bót á ákærunum. Liðirnir sem sett sé út á, þar á meðal viðskipti á milli Baugs og Gaums, séu ekki aðalatriði málsins, enn nái ákærurnar til stórfelldra bókhaldsbrota að upphæð einum milljarði króna. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, leggur áherslu á að bréf dómaranna sé hvorki úrskurður né ákvörðun í sjálfu sér. "Þetta er boðun í þinghald þar sem dómurinn segist munu gefa mönnum kost á að tjá sig um þessa niðurstöðu sína," segir hann, en bætir við að verði niðurstaðan sú að málinu verði vísað frá að hluta sé það gífurlega harður dómur yfir vinnubrögðum ákæranda. Þá telur hann ólíklegt að ákæruvaldið fái að laga annmarkana með framhaldsákæru, enda séu heimildir í lögum til að gera leiðréttingar á ákærum óskaplega þröngar. "Þetta eru miklu alvarlegri hlutir en úr þeim verði bætt á grundvelli þeirra heimilda." "Þetta sætir tíðindum," segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Jóhannesar Jónssonar og bætir við að þróun mála komi honum ekki að öllu leyti á óvart því honum hafi fundist ákæran hroðvirknislega unnin. Hann áréttar þó að niðurstaða dómara liggi ekki fyrir. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta mánudag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira