Innlent

Fagnar boðuðum samgöngubótum

Borgarstjórn Reykjavíkur fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja áherslu á samgöngubætur í höfuðborginni við ráðstöfun söluandvirðis Landsíma Íslands. Sérstaklega er því fagnað að ákveðið hafi verið að leggja átta milljarða króna til fyrsta áfanga Sundabrautar á árunum 2007-2010 og að ekki séu uppi áform um gjaldtöku af umferð um mannvirkið. Borgarstjórn fagnar enn fremur sérstakri áherslu á að efla heilbrigðisþjónustu, vísindi og tækni með byggingu hátæknisjúkrahúss og Stofnunar íslenskra fræða við Háskóla Íslands sem stuðlað geti að því að framtíðarsýn um öflugt þekkingarþorp á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni verði að veruleika fyrr en ella.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×