Geðlæknar mæla með öryggisvistun 7. september 2005 00:01 Geðlæknar sem vitni báru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær töldu mann sem í lok apríl réðist á prófessor í réttarlæknisfræði vera hættulegan öðrum um ófyrirséðan tíma og töldu þörf á að vista hann á öryggisgæsludeild. Maðurinn var í fyrradag látinn laus úr gæsluvarðhaldi samkvæmt úrskurði Hæstaréttar, en hann hafði þá setið inni í nærfellt fjóra og hálfan mánuð. Aðalmeðferð í máli mannsins fór fram í gær, en honum er gefið að sök brot gegn valdstjórninni og líkamsárás með hótunum og árás á prófessorinn. Maðurinn, sem er 34 ára gamall, taldi prófessorinn hafa farið rangt með niðurstöðu barnsfaðernismáls árið 2002. Í lok apríl síðast liðinn endaði ásókn mannsins svo með því að hann réðist á prófessorinn fyrir utan heimili hans og kýldi ítrekað þannig að hann hafði af töluverða áverka. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, taldi fráleitt að hægt væri að heimfæra brot hans upp á brot gegn valdstjórninni, enda hafi hann ekki ráðist á prófessorinn vegna opinberra starfa hans, en hann sinnir einnig réttarrannsóknum fyrir lögreglu. "Barnsfaðernismál eru einkamál, ekki opinber og prófessorinn kom að sem aðkeyptur sérfræðingur," sagði hann. Saksóknari krefst refsingar en til vara að maðurinn sæti öryggisgæslu á þar til gerðri stofnun. Geðlæknar báru að maðurinn væri haldinn kverúlantaparanoju á háu stigi, en slík atferlisröskun væri þrálát, gæti jafnvel staðið áratugum saman og haft í för með sér miklar ranghugmyndir. Prófessorinn krefst hálfrar milljónar í miskabætur vegna árásarinnar. Skipaður réttargæslumaður áréttaði að jafnvel þótt maðurinn yrði úrskurðaður ósakhæfur teldist hann engu að síður bótaskyldur og vísaði þar til mannhelgisbálks Jónsbókar um óðs manns víg. Við upphaf aðalmeðferðarinnar í gær tilkynnti Símon Sigvaldason héraðsdómari að hann hafi ákveðið að skilja aftur í sundur mál á hendur manninum sem hann hafði skömmu áður sameinað. Þar er um að ræða ákæru fyrir aðild að amfetamínframleiðslu, en réttað verður í því sérstaklega. Dómur vegna árásarinnar á prófessorinn verður hins vegar kveðinn upp á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Geðlæknar sem vitni báru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær töldu mann sem í lok apríl réðist á prófessor í réttarlæknisfræði vera hættulegan öðrum um ófyrirséðan tíma og töldu þörf á að vista hann á öryggisgæsludeild. Maðurinn var í fyrradag látinn laus úr gæsluvarðhaldi samkvæmt úrskurði Hæstaréttar, en hann hafði þá setið inni í nærfellt fjóra og hálfan mánuð. Aðalmeðferð í máli mannsins fór fram í gær, en honum er gefið að sök brot gegn valdstjórninni og líkamsárás með hótunum og árás á prófessorinn. Maðurinn, sem er 34 ára gamall, taldi prófessorinn hafa farið rangt með niðurstöðu barnsfaðernismáls árið 2002. Í lok apríl síðast liðinn endaði ásókn mannsins svo með því að hann réðist á prófessorinn fyrir utan heimili hans og kýldi ítrekað þannig að hann hafði af töluverða áverka. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, taldi fráleitt að hægt væri að heimfæra brot hans upp á brot gegn valdstjórninni, enda hafi hann ekki ráðist á prófessorinn vegna opinberra starfa hans, en hann sinnir einnig réttarrannsóknum fyrir lögreglu. "Barnsfaðernismál eru einkamál, ekki opinber og prófessorinn kom að sem aðkeyptur sérfræðingur," sagði hann. Saksóknari krefst refsingar en til vara að maðurinn sæti öryggisgæslu á þar til gerðri stofnun. Geðlæknar báru að maðurinn væri haldinn kverúlantaparanoju á háu stigi, en slík atferlisröskun væri þrálát, gæti jafnvel staðið áratugum saman og haft í för með sér miklar ranghugmyndir. Prófessorinn krefst hálfrar milljónar í miskabætur vegna árásarinnar. Skipaður réttargæslumaður áréttaði að jafnvel þótt maðurinn yrði úrskurðaður ósakhæfur teldist hann engu að síður bótaskyldur og vísaði þar til mannhelgisbálks Jónsbókar um óðs manns víg. Við upphaf aðalmeðferðarinnar í gær tilkynnti Símon Sigvaldason héraðsdómari að hann hafi ákveðið að skilja aftur í sundur mál á hendur manninum sem hann hafði skömmu áður sameinað. Þar er um að ræða ákæru fyrir aðild að amfetamínframleiðslu, en réttað verður í því sérstaklega. Dómur vegna árásarinnar á prófessorinn verður hins vegar kveðinn upp á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira