Innlent

Búast við að flokkur mildist

Davíðs Oddssonar verður minnst sem eins af stórleikurunum á hinu pólitíska sviði, segja formenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Þeir búast við að Sjálfstæðisflokkurinn mildist eitthvað við brottför Davíðs. Steingrímur Sigfússon sagði að þetta breytti mestu fyrir Sjálfstæðisflokking og að í ljós ætti eftir að koma hvernig þeim gengi að vinna úr þessu. Hann sgaði að Davíð hefiði verið geysilega sterkur foringi og stjórnað með harðri hendi. Hann sagði að hann hefði ekki verið sérstaklega umburðarlyndur gagnvart uppsteyt eða óþægð og benti á að hann hefði tekið fyrsta kjörtímabilið í að sýna mönnum hvað biði þeirra sem væru óþægir. Hann sagði einnig söguna sýna að flokkar eiga oft í erfiðleikum með að fóta sig eftir að tíma sterks foringja lýkur Ingibjörg Sólrún sagði að Davíð Oddson væri einn af stórleikendunum á hinu pólitíska leiksviði og að hann hefði verið mjög lengi í pólitík og hefði verið mikill áhrifavaldur á ýmsar ákvarðanir. Hún sagði hann líka hafa verið mikinn áhrifavald í pólitískri menningu landsins. Hún sagði engum blöðum um það að fletta að hans verður minnst sem eins af stóru leikendunum á þessu sviði..



Fleiri fréttir

Sjá meira


×