Innlent

Hafi tapað miklu á lánabreytingum

ASÍ segir hjón á verkamannalaunum með dæmigert íbúðarlán frá Byggingasjóði verkamanna hafa tapað eitt hundrað þúsund krónum frá breytingunum á lánamarkaðnum í fyrra. Segir ASÍ að greiðslubyrgði þeirra væri um fimm þúsund krónum minni á mánuði ef engar breytingar hefðu orðið á lánamarkaðnum. Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú að breytingarnar leiddu til húsnæðisverðhækkana sem skerða vaxtabætur mun hraðar en annars hefði orðið. ASÍ segir að ætla megi að núvirt uppsafnað tap hjónanna yfir allt greiðslutímabilið muni nema rúmri hálfri milljón króna á verðlagi ársins 2005. Ljóst sé að ef vaxtabætur yrðu algerlega afnumdar yrði tapið margfalt meira.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×