Innlent

Verðbólga ekki meiri í 40 mánuði

Verðbólga hefur ekki meiri í 40 mánuði að því er fram kemur í vef Alþýðusambands Íslands. Verðbólga mælist 4,8 prósent nú í september og er komin langt yfir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. Við þessar aðstæður ber bankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum verðbólgunnar og leiðum til úrbóta. ASÍ segir að á liðnum mánuðum hafi ein helsta ástæða verðbógunnar verið hækkun á húsnæðisverði en nú bregði svo við að vísitala neysluverðs án húsnæðis hækki meira en vísitalan með húsnæði. Heldur dregur úr hækkun á húsnæðisverði á sama tíma og verð á matvöru, fatnaði og olíu hækkar mikið milli mánaða. Segir ASÍ þetta er verulegt áhyggjuefni þegar það er haft í huga hversu sterk krónan er. Eins segir að líkur á að Seðlabankinn hækki vexti enn frekar aukist með þessari verðbólgumælingu. Útlitið fyrir útflutnings- og samkeppnisgreinarnar sé því ekki sérlega bjart. Þá segir sambandið ljóst að líkur á að forsendur kjarasamninga haldi í nóvember séu hverfandi. Þegar skrifað var undir kjarasamninga á fyrri hluta ársins 2004 var verðbólgan 1,8 prósent og var við það miðað að hún yrði sem næst 2,5 prósent á samningstímanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×