Kjarasamningar séu í uppnámi 12. september 2005 00:01 Kjarasamningar eru í uppnámi að mati ASÍ vegna gríðarlegrar verðbólgu og hækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í 40 mánuði. Verðbólgan mælist nú 4,8 prósent. Samkvæmt Hagstofunni hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9 prósenmt undanfarna þrjá mánuði sem jafngildir 7,6 prósenta verðbólgu á ári. Að mati greiningardeildar Íslandsbanka þýðir þetta að verðbólgumörk Seðlabankans hafi verið rofin með áberandi hætti en meðal þess sem skýrir þessa þróun eru hækkun á húsnæðisverði og hækkun á olíuverði á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir verðbólguna meiri en það sem skilgreina megi sem stöðugt verðlag og umfram markmið Seðlabankans um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum. Lögum samkvæmt greinir Seðlabankinn ríkisstjórninni á næstunni frá ástæðum þess að verðbólgan hafi rofið efri þolmörk, en samkvæmt markmiðum bankans eru þau fjögur prósent. Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 0,5 prósentustig í lok mánaðarins til að grípa enn frekar í taumana. Alþýðusamband Íslands segir þróunina mjög slæm tíðindi og áhyggjuefni því kaupmáttur launatekna hafi rýrnað hjá mörgum launþegum. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir verðbólguna setja forsendur kjarasamninga í uppnám. Það sé ljóst að óstöðugleikinn sé mikill í þjóðfélaginu. Þegar gengið hafi verið til kjarasamninga í fyrra hafi ASÍ vonast eftir því að verið væri að leggja grunn að stöðugleika en það hafi ekki gengið eftir. Ólafur Darri segir að staðan nú geri starf endurskoðunarnefndar um forsendur kjarasamninga vandasamara en ella og að brýnt sé að bregðast við og leita leiða til úrbóta. Ef nefndin komi sér ekki saman um viðbrögð geti einstök félög sagt upp kjarasamningum frá og með næstu áramótum. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Kjarasamningar eru í uppnámi að mati ASÍ vegna gríðarlegrar verðbólgu og hækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í 40 mánuði. Verðbólgan mælist nú 4,8 prósent. Samkvæmt Hagstofunni hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9 prósenmt undanfarna þrjá mánuði sem jafngildir 7,6 prósenta verðbólgu á ári. Að mati greiningardeildar Íslandsbanka þýðir þetta að verðbólgumörk Seðlabankans hafi verið rofin með áberandi hætti en meðal þess sem skýrir þessa þróun eru hækkun á húsnæðisverði og hækkun á olíuverði á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir verðbólguna meiri en það sem skilgreina megi sem stöðugt verðlag og umfram markmið Seðlabankans um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum. Lögum samkvæmt greinir Seðlabankinn ríkisstjórninni á næstunni frá ástæðum þess að verðbólgan hafi rofið efri þolmörk, en samkvæmt markmiðum bankans eru þau fjögur prósent. Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 0,5 prósentustig í lok mánaðarins til að grípa enn frekar í taumana. Alþýðusamband Íslands segir þróunina mjög slæm tíðindi og áhyggjuefni því kaupmáttur launatekna hafi rýrnað hjá mörgum launþegum. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir verðbólguna setja forsendur kjarasamninga í uppnám. Það sé ljóst að óstöðugleikinn sé mikill í þjóðfélaginu. Þegar gengið hafi verið til kjarasamninga í fyrra hafi ASÍ vonast eftir því að verið væri að leggja grunn að stöðugleika en það hafi ekki gengið eftir. Ólafur Darri segir að staðan nú geri starf endurskoðunarnefndar um forsendur kjarasamninga vandasamara en ella og að brýnt sé að bregðast við og leita leiða til úrbóta. Ef nefndin komi sér ekki saman um viðbrögð geti einstök félög sagt upp kjarasamningum frá og með næstu áramótum.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira