Hafi bjargað lífi foreldra sinna 12. september 2005 00:01 Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk. Konan sem lést í slysinu á Viðeyjarsundi hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, búsett í Kópavogi. Hún lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismanns hennar er enn saknað. Hann heitir Friðrik Ásgeir Hermannsson og er 33 ára. Friðrik á barnungan son. Fjörur hafa verið gengnar og kafarar fínkembdu strandlengjuna í gær í leit að Friðriki en sú leit bar engan árangur. Fyrir um hálftíma hélt björgunarskip að slysstaðnum þar sem menn frá Lögreglunni, Landhelgisgæslunni og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu munu kanna sjávarbotninn með myndavélum og neðansjávarsónartækjum. Áætlað er að kanna 25 ferkílómetra svæði. Ef sú leit skilar ekki árangri verða fjörur gengnar á nýjan leik um næstu helgi, en þá er talið að forsendur til fjöruleitar hafi breyst. Eigandi bátsins sem fórst er Jónas Garðarsson sem er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Auk Friðriks og Matthildar heitinnar var kona Jónasar og tíu ára gamall sonur þeirra um borð. Fjölskyldan fór ásamt parinu í skemmtiferð út í Þerney síðdegis á föstudag. Áður en þau héldu heim var hins vegar ákveðið að fara hring í kringum Viðey og það var þá sem báturinn steytti á Skarfaskeri, um tvöleytið aðfaranótt laugardags. Tíu ára drengurinn svaf í koju undir stýrishúsinu. Hann kastaðist til og vaknaði við höggið þegar báturinn skall á skerinu. Drengnum og foreldrum hans var bjargað af kili bátsins af síðustu stundu. Hann virðist hafa sýnt undravert snarræði þegar hann dró foreldra sína út úr bátnum, en móðir hans náði sambandi við neyðarlínu úr GSM-síma hans. Yfirborðshiti sjávar var þá um 10 stig. Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að bjarga gögnum úr bátnum, afla gagna um ferðir hans og annað sem varpað getur ljósi á það hvað varð þess valdandi að svo fór sem fór. Jónas hafði siglt bátnum frá Noregi í sumar, gjörþekkir til báta af þessari stærð auk þess sem hann stundaði sjómennsku til fjölda ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er atburðarásin enn óskýr. Ekki hefur verið unnt að yfirheyra þá sem voru um borð í bátnum. Foreldrar drengsins eru enn á spítala og verða þar að öllum líkindum næstu vikur. Þau hlutu alvarlega áverka og muna illa þá atburði sem urðu aðfaranótt laugardags. Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk. Konan sem lést í slysinu á Viðeyjarsundi hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, búsett í Kópavogi. Hún lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismanns hennar er enn saknað. Hann heitir Friðrik Ásgeir Hermannsson og er 33 ára. Friðrik á barnungan son. Fjörur hafa verið gengnar og kafarar fínkembdu strandlengjuna í gær í leit að Friðriki en sú leit bar engan árangur. Fyrir um hálftíma hélt björgunarskip að slysstaðnum þar sem menn frá Lögreglunni, Landhelgisgæslunni og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu munu kanna sjávarbotninn með myndavélum og neðansjávarsónartækjum. Áætlað er að kanna 25 ferkílómetra svæði. Ef sú leit skilar ekki árangri verða fjörur gengnar á nýjan leik um næstu helgi, en þá er talið að forsendur til fjöruleitar hafi breyst. Eigandi bátsins sem fórst er Jónas Garðarsson sem er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Auk Friðriks og Matthildar heitinnar var kona Jónasar og tíu ára gamall sonur þeirra um borð. Fjölskyldan fór ásamt parinu í skemmtiferð út í Þerney síðdegis á föstudag. Áður en þau héldu heim var hins vegar ákveðið að fara hring í kringum Viðey og það var þá sem báturinn steytti á Skarfaskeri, um tvöleytið aðfaranótt laugardags. Tíu ára drengurinn svaf í koju undir stýrishúsinu. Hann kastaðist til og vaknaði við höggið þegar báturinn skall á skerinu. Drengnum og foreldrum hans var bjargað af kili bátsins af síðustu stundu. Hann virðist hafa sýnt undravert snarræði þegar hann dró foreldra sína út úr bátnum, en móðir hans náði sambandi við neyðarlínu úr GSM-síma hans. Yfirborðshiti sjávar var þá um 10 stig. Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að bjarga gögnum úr bátnum, afla gagna um ferðir hans og annað sem varpað getur ljósi á það hvað varð þess valdandi að svo fór sem fór. Jónas hafði siglt bátnum frá Noregi í sumar, gjörþekkir til báta af þessari stærð auk þess sem hann stundaði sjómennsku til fjölda ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er atburðarásin enn óskýr. Ekki hefur verið unnt að yfirheyra þá sem voru um borð í bátnum. Foreldrar drengsins eru enn á spítala og verða þar að öllum líkindum næstu vikur. Þau hlutu alvarlega áverka og muna illa þá atburði sem urðu aðfaranótt laugardags.
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira