Innlent

Tjón talið nema hundruðum þúsunda

Óvenju bíræfinn þjófur ók stolinni traktorsgröfu að tölvuverslun við Bæjarlind í Kópavogi undir morgun og braut svo dyraumbúnað og stóran sýningarglugga með rimlum fyrir með afturskóflunni. Tjón er talið nema hundruðum þúsunda. Að því búnu lét hann greipar sópa í verlsuninni og hvarf á brott, að öllum líkindum í bíl, en engin vitni urðu að atburðinum. Með vissu er nokkurra fartölva saknað en ekki er útilokað að fleilri muna sé saknað. Þá nemur tjónið á húsnæðinu hunduruðum þúsunda króna. Þá urðu einhverjar skemmdir á húsnæði og vörum vegna glerbrota sem ringdi víða. Öryggismyndavélar á staðnum fóru úr sambandi þegar rafleiðslur til þeirra rofnuðu þegar atgangurinn hófst og því er ekkert vitað hver eða hverjir voru þarna á ferð, og ekkert hefur fundist af þýfinu. Að sögn lögreglu bendir ekkert eindregið til þess að fleiri en einn hafi verið þarna á ferð. Grafan var læst og því ljóst að þjófuinn braust inn í hana með lykli eða öðrum ráðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×