Lokaleit verður um helgina 14. september 2005 00:01 Formlegri leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem leitað hefur verið eftir sjóslys á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags verður ekki haldið áfram í dag eða á morgun. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Friðrik Ásgeir talinn af og að stefnt sé að lokaleit að líki hans um helgina. Í gær fóru leitarmenn Landsbjargar um sundin með neðansjávarmyndavél auk þess sem leitað var á fjörum og úr lofti. Jónas segir þó að verið geti að vinir og ættingjar Friðriks Ásgeirs haldi áfram einhverri leit fram að helgi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir unnið hörðum höndum að rannsókn slyssins. Í gær voru teknar skýrslur af hjónunum sem slösuðust í slysinu. Þá hefur lögregla farið yfir símtöl sem Neyðarlínu bárust úr bátnum eftir slysið, en samkvæmt heimildum blaðsins voru um borð fleiri en einn farsími. Meðal þess sem til rannsóknar er vegna slyssins eru siglingatæki skemmtibátsins sem fórst. Margir nýrri bátar eru búnir fullkomnu GPS-staðsetningarkerfi oft tengdu sjókortum, en fyrir hafa komið bilanir í gervitunglum sem valda tímabundinni skekkju í slíkum tækjum. Arnór Bergur Kristinsson, sérfræðingur gervihnattaleiðsögumála hjá Flugmálastjórn Íslands segist þó ekki vita til að slík villa hafi komið upp um síðustu helgi. Hann bendir þó á að í Bandaríkjunum sé starfrækt WAAS-leiðréttingarkerfið fyrir GPS-tæki og sendingar þess náist hér. "Ef tæki er stillt á að nema þær sendingar, þá eykur það staðsetningarskekkju um 10 til 20 metra," segir hann. Unnið er að uppsetningu evrópska leiðréttingarkerfisins EGNOS hér, en það er ekki enn komið í gagnið. Þá bendir Arnór á að um helgina hafi geisað mikill sólstormur sem gæti hafa haft áhrif á staðsetningartæki. "En þeirra áhrifa gætti þó aðallega á daghlið jarðar," segir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Formlegri leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni sem leitað hefur verið eftir sjóslys á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags verður ekki haldið áfram í dag eða á morgun. Jónas Hallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Friðrik Ásgeir talinn af og að stefnt sé að lokaleit að líki hans um helgina. Í gær fóru leitarmenn Landsbjargar um sundin með neðansjávarmyndavél auk þess sem leitað var á fjörum og úr lofti. Jónas segir þó að verið geti að vinir og ættingjar Friðriks Ásgeirs haldi áfram einhverri leit fram að helgi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir unnið hörðum höndum að rannsókn slyssins. Í gær voru teknar skýrslur af hjónunum sem slösuðust í slysinu. Þá hefur lögregla farið yfir símtöl sem Neyðarlínu bárust úr bátnum eftir slysið, en samkvæmt heimildum blaðsins voru um borð fleiri en einn farsími. Meðal þess sem til rannsóknar er vegna slyssins eru siglingatæki skemmtibátsins sem fórst. Margir nýrri bátar eru búnir fullkomnu GPS-staðsetningarkerfi oft tengdu sjókortum, en fyrir hafa komið bilanir í gervitunglum sem valda tímabundinni skekkju í slíkum tækjum. Arnór Bergur Kristinsson, sérfræðingur gervihnattaleiðsögumála hjá Flugmálastjórn Íslands segist þó ekki vita til að slík villa hafi komið upp um síðustu helgi. Hann bendir þó á að í Bandaríkjunum sé starfrækt WAAS-leiðréttingarkerfið fyrir GPS-tæki og sendingar þess náist hér. "Ef tæki er stillt á að nema þær sendingar, þá eykur það staðsetningarskekkju um 10 til 20 metra," segir hann. Unnið er að uppsetningu evrópska leiðréttingarkerfisins EGNOS hér, en það er ekki enn komið í gagnið. Þá bendir Arnór á að um helgina hafi geisað mikill sólstormur sem gæti hafa haft áhrif á staðsetningartæki. "En þeirra áhrifa gætti þó aðallega á daghlið jarðar," segir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent