
Sport
Tap hjá Brann og Valerenga
Kristján Örn Sigurðsson og félagar í Brann töpuðu fyrir Lokomotiv Moskvu í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, með tveimur mörkum gegn einu. Brann var yfir í hálfleik 1-0, en rússneska liðið beit í skjaldarrendur í síðari hálfleiknum og skoraði tvívegis. Þá steinlágu Árni Gautur Arason og félagar í Valerenga 3-0 á heimavalli fyrir Seaua frá Búkarest, en þess ber þó að geta að Árni var ekki í liði Valerenga. Fjöldi leikja er enn í gangi í keppninni og fylgst verður með stöðu mála hér á Vísi í kvöld.