Sigldu bátnum af skerinu 16. september 2005 00:01 Allir voru enn um borð í skemmtibátnum sem fórst á Viðeyjarsundi um síðustu helgi þegar honum var siglt af Skarfaskeri sem hann steytti á, austur Viðeyjarsunds. Skömmu síðar valt báturinn og sökk. Rökstuddur grunur er um að eigandi bátsins og eiginkona hans hafi neytt áfengis um kvöldið, en þau björguðust ásamt 10 ára gömlum syni sínum. 34 ára gamall maður og 51 árs kona fórust í slysinu. Fólkið var beinbrotið og mikið slasað en drengurinn meiddist lítið. "Hann virðist hafa sloppið mjög vel, alla vega líkamlega," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en hann sendi í gær út tilkynningu um gang rannsóknarinnar á slysinu. Hörður segir ekkert benda til annars en að eigandi og umráðamaður bátsins hafi verið við stýrið þegar áreksturinn var, en engu verði þó slegið um það föstu fyrr en að rannsókn lokinni. Eigandinn og eiginkona hans njóta réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur, en þau hafi svarað öllum spurningum greiðlega. Ferðir bátsins hafa verið raktar út frá upplýsingum í GPS staðsetningartæki sem í honum var. Hörður segir af öllu ljóst að fólkið hafi verið á skemmtisiglingu og farið víða um sundin. Á leið til baka í átta að smábátahöfn Snarfara lenti báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Báturinn var kyrrstæður á eða við skerið um stund en var síðan siglt af stað aftur. "Skömmu síðar hætti GPS tækið að virka og er talið að báturinn hafi þá sokkið," segir í tilkynningunni. Fram kemur að um borð hafi verið að minnsta kosti fjórir farsíma, en hringt var í Neyðarlínu úr þremur þeirra. Fyrsta hringing var um 10 mínútum eftir áreksturinn, en samband var meira og minna við Neyðarlínu næstu 35 mínútur, að sögn Harðar. Báturinn fannst um 80 mínútum eftir fyrstu hringingu. Hörður segir aðstæður hafa verið erfiðar í myrkrinu á Viðeyjarsundi. "Fólk áttar sig ekkert, jafnvel búið að fá höfðuhögg. Svo fer þetta að skýrast og þá er leit komin í gang." Hann bendir á að ekki fari mikið fyrir bát sem marar í hálfu kafi og leitarsvæðið hafi verið stórt. "Kennileitin eru bara Engey, Viðey, Laugarnes eða Sundahöfn. Þetta er svolítið pláss," segir hann og telur nánast tilviljun hafa ráðið því að gúmbátur lögreglu sigldi fram á fólkið, en þá var fjöldi báta kominn til leitar. "Þetta er ekki nema eins og hálft skrifborð sem stendur upp úr sjó." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Allir voru enn um borð í skemmtibátnum sem fórst á Viðeyjarsundi um síðustu helgi þegar honum var siglt af Skarfaskeri sem hann steytti á, austur Viðeyjarsunds. Skömmu síðar valt báturinn og sökk. Rökstuddur grunur er um að eigandi bátsins og eiginkona hans hafi neytt áfengis um kvöldið, en þau björguðust ásamt 10 ára gömlum syni sínum. 34 ára gamall maður og 51 árs kona fórust í slysinu. Fólkið var beinbrotið og mikið slasað en drengurinn meiddist lítið. "Hann virðist hafa sloppið mjög vel, alla vega líkamlega," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en hann sendi í gær út tilkynningu um gang rannsóknarinnar á slysinu. Hörður segir ekkert benda til annars en að eigandi og umráðamaður bátsins hafi verið við stýrið þegar áreksturinn var, en engu verði þó slegið um það föstu fyrr en að rannsókn lokinni. Eigandinn og eiginkona hans njóta réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur, en þau hafi svarað öllum spurningum greiðlega. Ferðir bátsins hafa verið raktar út frá upplýsingum í GPS staðsetningartæki sem í honum var. Hörður segir af öllu ljóst að fólkið hafi verið á skemmtisiglingu og farið víða um sundin. Á leið til baka í átta að smábátahöfn Snarfara lenti báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Báturinn var kyrrstæður á eða við skerið um stund en var síðan siglt af stað aftur. "Skömmu síðar hætti GPS tækið að virka og er talið að báturinn hafi þá sokkið," segir í tilkynningunni. Fram kemur að um borð hafi verið að minnsta kosti fjórir farsíma, en hringt var í Neyðarlínu úr þremur þeirra. Fyrsta hringing var um 10 mínútum eftir áreksturinn, en samband var meira og minna við Neyðarlínu næstu 35 mínútur, að sögn Harðar. Báturinn fannst um 80 mínútum eftir fyrstu hringingu. Hörður segir aðstæður hafa verið erfiðar í myrkrinu á Viðeyjarsundi. "Fólk áttar sig ekkert, jafnvel búið að fá höfðuhögg. Svo fer þetta að skýrast og þá er leit komin í gang." Hann bendir á að ekki fari mikið fyrir bát sem marar í hálfu kafi og leitarsvæðið hafi verið stórt. "Kennileitin eru bara Engey, Viðey, Laugarnes eða Sundahöfn. Þetta er svolítið pláss," segir hann og telur nánast tilviljun hafa ráðið því að gúmbátur lögreglu sigldi fram á fólkið, en þá var fjöldi báta kominn til leitar. "Þetta er ekki nema eins og hálft skrifborð sem stendur upp úr sjó."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira