Sigldu bátnum af skerinu 16. september 2005 00:01 Allir voru enn um borð í skemmtibátnum sem fórst á Viðeyjarsundi um síðustu helgi þegar honum var siglt af Skarfaskeri sem hann steytti á, austur Viðeyjarsunds. Skömmu síðar valt báturinn og sökk. Rökstuddur grunur er um að eigandi bátsins og eiginkona hans hafi neytt áfengis um kvöldið, en þau björguðust ásamt 10 ára gömlum syni sínum. 34 ára gamall maður og 51 árs kona fórust í slysinu. Fólkið var beinbrotið og mikið slasað en drengurinn meiddist lítið. "Hann virðist hafa sloppið mjög vel, alla vega líkamlega," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en hann sendi í gær út tilkynningu um gang rannsóknarinnar á slysinu. Hörður segir ekkert benda til annars en að eigandi og umráðamaður bátsins hafi verið við stýrið þegar áreksturinn var, en engu verði þó slegið um það föstu fyrr en að rannsókn lokinni. Eigandinn og eiginkona hans njóta réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur, en þau hafi svarað öllum spurningum greiðlega. Ferðir bátsins hafa verið raktar út frá upplýsingum í GPS staðsetningartæki sem í honum var. Hörður segir af öllu ljóst að fólkið hafi verið á skemmtisiglingu og farið víða um sundin. Á leið til baka í átta að smábátahöfn Snarfara lenti báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Báturinn var kyrrstæður á eða við skerið um stund en var síðan siglt af stað aftur. "Skömmu síðar hætti GPS tækið að virka og er talið að báturinn hafi þá sokkið," segir í tilkynningunni. Fram kemur að um borð hafi verið að minnsta kosti fjórir farsíma, en hringt var í Neyðarlínu úr þremur þeirra. Fyrsta hringing var um 10 mínútum eftir áreksturinn, en samband var meira og minna við Neyðarlínu næstu 35 mínútur, að sögn Harðar. Báturinn fannst um 80 mínútum eftir fyrstu hringingu. Hörður segir aðstæður hafa verið erfiðar í myrkrinu á Viðeyjarsundi. "Fólk áttar sig ekkert, jafnvel búið að fá höfðuhögg. Svo fer þetta að skýrast og þá er leit komin í gang." Hann bendir á að ekki fari mikið fyrir bát sem marar í hálfu kafi og leitarsvæðið hafi verið stórt. "Kennileitin eru bara Engey, Viðey, Laugarnes eða Sundahöfn. Þetta er svolítið pláss," segir hann og telur nánast tilviljun hafa ráðið því að gúmbátur lögreglu sigldi fram á fólkið, en þá var fjöldi báta kominn til leitar. "Þetta er ekki nema eins og hálft skrifborð sem stendur upp úr sjó." Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Allir voru enn um borð í skemmtibátnum sem fórst á Viðeyjarsundi um síðustu helgi þegar honum var siglt af Skarfaskeri sem hann steytti á, austur Viðeyjarsunds. Skömmu síðar valt báturinn og sökk. Rökstuddur grunur er um að eigandi bátsins og eiginkona hans hafi neytt áfengis um kvöldið, en þau björguðust ásamt 10 ára gömlum syni sínum. 34 ára gamall maður og 51 árs kona fórust í slysinu. Fólkið var beinbrotið og mikið slasað en drengurinn meiddist lítið. "Hann virðist hafa sloppið mjög vel, alla vega líkamlega," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en hann sendi í gær út tilkynningu um gang rannsóknarinnar á slysinu. Hörður segir ekkert benda til annars en að eigandi og umráðamaður bátsins hafi verið við stýrið þegar áreksturinn var, en engu verði þó slegið um það föstu fyrr en að rannsókn lokinni. Eigandinn og eiginkona hans njóta réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur, en þau hafi svarað öllum spurningum greiðlega. Ferðir bátsins hafa verið raktar út frá upplýsingum í GPS staðsetningartæki sem í honum var. Hörður segir af öllu ljóst að fólkið hafi verið á skemmtisiglingu og farið víða um sundin. Á leið til baka í átta að smábátahöfn Snarfara lenti báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Báturinn var kyrrstæður á eða við skerið um stund en var síðan siglt af stað aftur. "Skömmu síðar hætti GPS tækið að virka og er talið að báturinn hafi þá sokkið," segir í tilkynningunni. Fram kemur að um borð hafi verið að minnsta kosti fjórir farsíma, en hringt var í Neyðarlínu úr þremur þeirra. Fyrsta hringing var um 10 mínútum eftir áreksturinn, en samband var meira og minna við Neyðarlínu næstu 35 mínútur, að sögn Harðar. Báturinn fannst um 80 mínútum eftir fyrstu hringingu. Hörður segir aðstæður hafa verið erfiðar í myrkrinu á Viðeyjarsundi. "Fólk áttar sig ekkert, jafnvel búið að fá höfðuhögg. Svo fer þetta að skýrast og þá er leit komin í gang." Hann bendir á að ekki fari mikið fyrir bát sem marar í hálfu kafi og leitarsvæðið hafi verið stórt. "Kennileitin eru bara Engey, Viðey, Laugarnes eða Sundahöfn. Þetta er svolítið pláss," segir hann og telur nánast tilviljun hafa ráðið því að gúmbátur lögreglu sigldi fram á fólkið, en þá var fjöldi báta kominn til leitar. "Þetta er ekki nema eins og hálft skrifborð sem stendur upp úr sjó."
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira