Innlent

Nóg komið af körlum

Tillaga Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að gerð verði stytta af Tómasi Guðmundssyni skáldi og henni verði komið fyrir á áberandi stað í borginni var vísað til menningar- og ferðamálaráðs. Einnig var samþykkt tillaga sjálfstæðismanna að vísa því til menningar- og ferðamálaráðs að gera konum hærra undir höfði í styttupólitík borgarinnar. Síðari tillagan kom fram eftir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði Tómas Guðmundsson allra góðra gjalda verðan, en eftir að hafa talið upp styttur af 22 nafngreindum körlum í eigu eða umsjá borgarinnar, en þremur konum sagði Steinunn Valdís að forgangsröðun í styttusmíð hljóti að vera önnur en að smíða styttu af Tómasi. Ef það væri eindregin vilji borgarstjórnar að reisa styttu hljóti að skoða að reisa styttu af Reykjavíkurdóttur. Því gerði hún það að tillögu sinni að vísa tillögu Kjartans til menningarmálaráðs til að móta stefnu í styttumálum og forgangsraða. "Það á ekki að láta það bitna á Tómasi að hann er ekki kona," segir Kjartan. Hann segir að því hafi verið óskað eftir því að skoðað yrði að gera styttu af konu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×