Saksóknari dragi sig í hlé 20. september 2005 00:01 "Ég er yfir mig hamingjusamur og þetta kom mér ekki á óvart eftir það sem á undan var gengið," segir Jóhannes Jónsson í Bónus um vísun allra ákæranna 40 í Baugsmálinu frá dómi. Jóhannes segir dapurlegt að það skuli vera hægt að umgangast fólk með þeim hætti sem ákæruvaldið hafi gert á undanförnum þremur árum. "Ég held að saksóknari ætti að draga sig í hlé frekar en að áfrýja. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur styður aðeins það sem ég hef áður sagt: Þetta er allt saman apaspil. Nú skilst mér að saksóknari ætli að halda málinu áfram. Hversu lengi er hægt að hoppa á fólki spyr ég. Það er búið að gera það í þrjú ár fyrir 200 til 300 milljónir króna af almannafé. Saksóknari lætur sem þetta sé í lagi og jafnvel ákveðinn sigur þótt málið reynist ónothæft. Þegar skynsemin fær að ráða ferðinni sjá menn að málatilbúnaðurinn er tóm þvæla." Jóhannes kveðst viss um að málið sé sprottið af óvild og með ólíkindum hvað fólk geti þurft að þola við slíkar aðstæður. "Ef óvlildin er sprottin frá réttum stöðum virðist allt vera hægt. Þessi niðurstaða styður það sem ég hef áður sagt um ofsóknir. Jóhannes hefur gefið til kynna að hann muni krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem málareksturinn hefur valdið Baugi. Hann segir ekki tímabært að ræða slíkt þar sem málið eigi eftir að fara fyrir hæstarétt. "Við þurfum að á átta okkur á því hvort þeir ætla að valda okkur meira tjóni en orðið er áður en við setjum fram kröfur um skaðabætur. Við getum ekki sett fram bótakröfur fyrr en við sjáum hver tjónið verður þegar upp er staðið," segir Jóhannes. Baugsmálið Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
"Ég er yfir mig hamingjusamur og þetta kom mér ekki á óvart eftir það sem á undan var gengið," segir Jóhannes Jónsson í Bónus um vísun allra ákæranna 40 í Baugsmálinu frá dómi. Jóhannes segir dapurlegt að það skuli vera hægt að umgangast fólk með þeim hætti sem ákæruvaldið hafi gert á undanförnum þremur árum. "Ég held að saksóknari ætti að draga sig í hlé frekar en að áfrýja. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur styður aðeins það sem ég hef áður sagt: Þetta er allt saman apaspil. Nú skilst mér að saksóknari ætli að halda málinu áfram. Hversu lengi er hægt að hoppa á fólki spyr ég. Það er búið að gera það í þrjú ár fyrir 200 til 300 milljónir króna af almannafé. Saksóknari lætur sem þetta sé í lagi og jafnvel ákveðinn sigur þótt málið reynist ónothæft. Þegar skynsemin fær að ráða ferðinni sjá menn að málatilbúnaðurinn er tóm þvæla." Jóhannes kveðst viss um að málið sé sprottið af óvild og með ólíkindum hvað fólk geti þurft að þola við slíkar aðstæður. "Ef óvlildin er sprottin frá réttum stöðum virðist allt vera hægt. Þessi niðurstaða styður það sem ég hef áður sagt um ofsóknir. Jóhannes hefur gefið til kynna að hann muni krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem málareksturinn hefur valdið Baugi. Hann segir ekki tímabært að ræða slíkt þar sem málið eigi eftir að fara fyrir hæstarétt. "Við þurfum að á átta okkur á því hvort þeir ætla að valda okkur meira tjóni en orðið er áður en við setjum fram kröfur um skaðabætur. Við getum ekki sett fram bótakröfur fyrr en við sjáum hver tjónið verður þegar upp er staðið," segir Jóhannes.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira