Saksóknari dragi sig í hlé 20. september 2005 00:01 "Ég er yfir mig hamingjusamur og þetta kom mér ekki á óvart eftir það sem á undan var gengið," segir Jóhannes Jónsson í Bónus um vísun allra ákæranna 40 í Baugsmálinu frá dómi. Jóhannes segir dapurlegt að það skuli vera hægt að umgangast fólk með þeim hætti sem ákæruvaldið hafi gert á undanförnum þremur árum. "Ég held að saksóknari ætti að draga sig í hlé frekar en að áfrýja. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur styður aðeins það sem ég hef áður sagt: Þetta er allt saman apaspil. Nú skilst mér að saksóknari ætli að halda málinu áfram. Hversu lengi er hægt að hoppa á fólki spyr ég. Það er búið að gera það í þrjú ár fyrir 200 til 300 milljónir króna af almannafé. Saksóknari lætur sem þetta sé í lagi og jafnvel ákveðinn sigur þótt málið reynist ónothæft. Þegar skynsemin fær að ráða ferðinni sjá menn að málatilbúnaðurinn er tóm þvæla." Jóhannes kveðst viss um að málið sé sprottið af óvild og með ólíkindum hvað fólk geti þurft að þola við slíkar aðstæður. "Ef óvlildin er sprottin frá réttum stöðum virðist allt vera hægt. Þessi niðurstaða styður það sem ég hef áður sagt um ofsóknir. Jóhannes hefur gefið til kynna að hann muni krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem málareksturinn hefur valdið Baugi. Hann segir ekki tímabært að ræða slíkt þar sem málið eigi eftir að fara fyrir hæstarétt. "Við þurfum að á átta okkur á því hvort þeir ætla að valda okkur meira tjóni en orðið er áður en við setjum fram kröfur um skaðabætur. Við getum ekki sett fram bótakröfur fyrr en við sjáum hver tjónið verður þegar upp er staðið," segir Jóhannes. Baugsmálið Innlent Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
"Ég er yfir mig hamingjusamur og þetta kom mér ekki á óvart eftir það sem á undan var gengið," segir Jóhannes Jónsson í Bónus um vísun allra ákæranna 40 í Baugsmálinu frá dómi. Jóhannes segir dapurlegt að það skuli vera hægt að umgangast fólk með þeim hætti sem ákæruvaldið hafi gert á undanförnum þremur árum. "Ég held að saksóknari ætti að draga sig í hlé frekar en að áfrýja. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur styður aðeins það sem ég hef áður sagt: Þetta er allt saman apaspil. Nú skilst mér að saksóknari ætli að halda málinu áfram. Hversu lengi er hægt að hoppa á fólki spyr ég. Það er búið að gera það í þrjú ár fyrir 200 til 300 milljónir króna af almannafé. Saksóknari lætur sem þetta sé í lagi og jafnvel ákveðinn sigur þótt málið reynist ónothæft. Þegar skynsemin fær að ráða ferðinni sjá menn að málatilbúnaðurinn er tóm þvæla." Jóhannes kveðst viss um að málið sé sprottið af óvild og með ólíkindum hvað fólk geti þurft að þola við slíkar aðstæður. "Ef óvlildin er sprottin frá réttum stöðum virðist allt vera hægt. Þessi niðurstaða styður það sem ég hef áður sagt um ofsóknir. Jóhannes hefur gefið til kynna að hann muni krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem málareksturinn hefur valdið Baugi. Hann segir ekki tímabært að ræða slíkt þar sem málið eigi eftir að fara fyrir hæstarétt. "Við þurfum að á átta okkur á því hvort þeir ætla að valda okkur meira tjóni en orðið er áður en við setjum fram kröfur um skaðabætur. Við getum ekki sett fram bótakröfur fyrr en við sjáum hver tjónið verður þegar upp er staðið," segir Jóhannes.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira