Æðstu menn fari frá vegna fúsks

Össur Skarphéðinsson alþingismaður vill að æðstu menn Ríkislögreglustjóra verði settir af. Hann segir á heimasíðu sinni að í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði Baugsmálinu frá í heild sinni, þar sem ákærurnar hafi verið ótæk moðsuða, verði dómsmálaráðhera að taka í taumana því það sé á hans ábyrgð að stofnanir ráðuneytisins séu ekki í höndum fúskara. Stjórn embættis Ríkislögreglustjóra sé augljóslega í slíkum molum að það sé ekki boðlegt í réttarríki. Össur rifjar upp klúðrið í stóra málverkafölsunarmálinu þar sem fokdýr rannsókn hafi engu skilað fyrir klaufaskap og segir að ekki sé séð fyrir endann á kostnaði við fúskið í Baugsmálinu.