Segist eiga inni sjö vikna hvíld 21. september 2005 00:01 Þess eru dæmi, að unglæknir telji sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala háskólasjúkarhúsi, að sögn Bergþórs Björnssonar gjaldkera í stjórn Félags unglækna. Bergþór segir, að viðkomandi unglæknir styðjist við vinnuskýrslur sem nái aftur í tímann. Læknafélag Íslands stendur nú í málaferlum við LSH vegna ágreinings um hvort lögboðinn ellefu stunda lágmarkshvíldartími hafi náð til unglækna frá því að lögum um aðbúnað og hollustuhætti var breytt 7. apríl 2003. Þeir hafa ekki fengið þann hvíldartíma sem þeir telja sig eiga rétt á frá gildistöku breyttra laga og þar til í vor sem leið. Félag unglækna gerir nú könnun á vefsíðu sinni þar sem félagsmenn eru beðnir að skrá hversu marga hvíldartíma þeir telja sig eiga inni hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi frá þessu tímabili. Að sögn Bergþórs átti henni að vera lokið en tafir hafa orðið vegna tæknilegra örðugleika. "Þess vegna hef ég ekki nákvæmt meðaltal eða heildartölu um hvíldarstundir sem unglæknar telja sig eiga inni hjá spítalanum," segir hann. "Það hefur hins vegar verið mismunandi milli deilda hvað menn hafa verið að ganga stífar vaktir. Vaktafyrirkomulagið hefur einnig verið misjafnt eftir deildum og þar með hversu mikil hvíldartímaskerðingin hefur verið. Þar sem vaktir eru styttri og þéttari fá menn meiri hvíldartíma á milli. Annars staðar hefur þetta verið allt upp í um og yfir sólarhring." Bergþór segir, að sú hvíld sem unglæknar fái inni á spítalanum yfir nótt þegar lítið er að gera teljist ekki til lögboðins hvíldartíma. Úr þessu hafi fengist skorið fyrir Evrópudómstólnum, sem úrskurðaði að vera á vinnustað geti á engan hátt talist hvíld. Spurður um stöðuna í hvíldarmálum unglækna nú segir Bergþór að eftir að framkvæmdastjóri lækninga LSH ritaði sviðsstjórum á spítalanum bréf, þar sem áhersla er lögð á að vaktir séu með þeim hætti að unglæknar fái lögboðna hvíld, hafi orðið veruleg breyting til batnaðar á réttindum þeirra í þessum efnum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þess eru dæmi, að unglæknir telji sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala háskólasjúkarhúsi, að sögn Bergþórs Björnssonar gjaldkera í stjórn Félags unglækna. Bergþór segir, að viðkomandi unglæknir styðjist við vinnuskýrslur sem nái aftur í tímann. Læknafélag Íslands stendur nú í málaferlum við LSH vegna ágreinings um hvort lögboðinn ellefu stunda lágmarkshvíldartími hafi náð til unglækna frá því að lögum um aðbúnað og hollustuhætti var breytt 7. apríl 2003. Þeir hafa ekki fengið þann hvíldartíma sem þeir telja sig eiga rétt á frá gildistöku breyttra laga og þar til í vor sem leið. Félag unglækna gerir nú könnun á vefsíðu sinni þar sem félagsmenn eru beðnir að skrá hversu marga hvíldartíma þeir telja sig eiga inni hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi frá þessu tímabili. Að sögn Bergþórs átti henni að vera lokið en tafir hafa orðið vegna tæknilegra örðugleika. "Þess vegna hef ég ekki nákvæmt meðaltal eða heildartölu um hvíldarstundir sem unglæknar telja sig eiga inni hjá spítalanum," segir hann. "Það hefur hins vegar verið mismunandi milli deilda hvað menn hafa verið að ganga stífar vaktir. Vaktafyrirkomulagið hefur einnig verið misjafnt eftir deildum og þar með hversu mikil hvíldartímaskerðingin hefur verið. Þar sem vaktir eru styttri og þéttari fá menn meiri hvíldartíma á milli. Annars staðar hefur þetta verið allt upp í um og yfir sólarhring." Bergþór segir, að sú hvíld sem unglæknar fái inni á spítalanum yfir nótt þegar lítið er að gera teljist ekki til lögboðins hvíldartíma. Úr þessu hafi fengist skorið fyrir Evrópudómstólnum, sem úrskurðaði að vera á vinnustað geti á engan hátt talist hvíld. Spurður um stöðuna í hvíldarmálum unglækna nú segir Bergþór að eftir að framkvæmdastjóri lækninga LSH ritaði sviðsstjórum á spítalanum bréf, þar sem áhersla er lögð á að vaktir séu með þeim hætti að unglæknar fái lögboðna hvíld, hafi orðið veruleg breyting til batnaðar á réttindum þeirra í þessum efnum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira