Vill að æðstu menn segi af sér 21. september 2005 00:01 Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu. Jóhannes Jónsson, einn sakborninga í Baugsmálinu, segir að að niðurstaða héraðsdóms sé ákveðinn léttir. Inntur eftir því hvers hann vænti þegar málið verður tekið fyrir hjá Hæstarétti sagði hann að besta staðan væri sú að málinu yrði vísað frá sem óflytjanlegu bæði í Hæstarétti og héraðsdómi og ráðherra, ríkislögreglustjóra og saksóknari hefðu vit á því að segja af sér. „Ákæruvaldið í gervi Jóns H. B. Snorrasonar glotti breitt einsog uppistandari á búllu þegar ljósvakamiðlarnir kröfðust skýringa eftir að Héraðsdómur hafði vísað málinu á hendur Baugi frá.“ Á þennan hátt lýsir Össur Skarphéðinsson þingismaður Samfylkingarinnar atburðarrásinni í Héraðsdómi í gær. Á heimasíðu Össurar segir að í frávísuninni hafi falist svo herfileg útreið fyrir embætti ríkislögreglustjóra að hann muni ekki eftir öðru eins hjá nokkurri ríkisstofnun. „Stjórn embættisins er augljóslega í slíkum molum að það er ekki boðlegt í réttarríkinu.“ segir Össur og kallar eftir aðgerðum dómsmálaráðherra. „Baugsmálið og stóra myndfölsunarmálið leiða einfaldlega að þeirri niðurstöðu að embætti ríkislögreglustjóra er í höndum óhæfra manna. Í öllum eðlilegum réttarríkjum væru þeir nú settir til hliðar og í önnur verkefni meðan reynt er að tjasla því saman sem eftir er af embættinu. Það er það verk sem nú bíður dómsmálaráðherra ef eitthvað blóð er í honum og sjálfsagt að Alþingi hjálpi honum ef þarf." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki veitt fréttastofu Stöðvar 2 viðtal vegna málsins en sagði í tölvupósti til fréttamanns að í þessu tilviki sé Össur alltof hvatvís í dómum sínum og hann eigi eins og aðrir að gefa réttarkerfinu tíma til að vinna sitt verk. Ákæruvaldið hefur sagst mundu áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og hafa dómendur við Hæstarétt nú þrjár vikur til að ákvarða hvort þeir ógilda eða staðfesta úrskurð Héraðsdóms. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu. Jóhannes Jónsson, einn sakborninga í Baugsmálinu, segir að að niðurstaða héraðsdóms sé ákveðinn léttir. Inntur eftir því hvers hann vænti þegar málið verður tekið fyrir hjá Hæstarétti sagði hann að besta staðan væri sú að málinu yrði vísað frá sem óflytjanlegu bæði í Hæstarétti og héraðsdómi og ráðherra, ríkislögreglustjóra og saksóknari hefðu vit á því að segja af sér. „Ákæruvaldið í gervi Jóns H. B. Snorrasonar glotti breitt einsog uppistandari á búllu þegar ljósvakamiðlarnir kröfðust skýringa eftir að Héraðsdómur hafði vísað málinu á hendur Baugi frá.“ Á þennan hátt lýsir Össur Skarphéðinsson þingismaður Samfylkingarinnar atburðarrásinni í Héraðsdómi í gær. Á heimasíðu Össurar segir að í frávísuninni hafi falist svo herfileg útreið fyrir embætti ríkislögreglustjóra að hann muni ekki eftir öðru eins hjá nokkurri ríkisstofnun. „Stjórn embættisins er augljóslega í slíkum molum að það er ekki boðlegt í réttarríkinu.“ segir Össur og kallar eftir aðgerðum dómsmálaráðherra. „Baugsmálið og stóra myndfölsunarmálið leiða einfaldlega að þeirri niðurstöðu að embætti ríkislögreglustjóra er í höndum óhæfra manna. Í öllum eðlilegum réttarríkjum væru þeir nú settir til hliðar og í önnur verkefni meðan reynt er að tjasla því saman sem eftir er af embættinu. Það er það verk sem nú bíður dómsmálaráðherra ef eitthvað blóð er í honum og sjálfsagt að Alþingi hjálpi honum ef þarf." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki veitt fréttastofu Stöðvar 2 viðtal vegna málsins en sagði í tölvupósti til fréttamanns að í þessu tilviki sé Össur alltof hvatvís í dómum sínum og hann eigi eins og aðrir að gefa réttarkerfinu tíma til að vinna sitt verk. Ákæruvaldið hefur sagst mundu áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og hafa dómendur við Hæstarétt nú þrjár vikur til að ákvarða hvort þeir ógilda eða staðfesta úrskurð Héraðsdóms.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira