Viðskipti erlent

Hyggst segja upp 10 þúsund manns

Raftækjarisinn Sony hyggst segja upp tíu þúsund manns á næstu þremur árum. Aðgerðirnar eru liður í endurskipulagningu fyrirtækisins sem hefur farið halloka á raftækjamarkaði undanfarin árin, en bréf í fyrirtækinu hafa lækkað um tvo þriðju á síðustu fimm árum og búist er við að tap fyrirtækisins ár árinu muni nema 5,4 milljörðum. Um fjögur þúsund manns verður sagt upp í starfsstöðvum fyrirtækisins í Japan og um sex þúsund í Bandaríkjunum, en það eru samtals um sjö prósent af starfsmönnum fyrirtækisins. Þá mun fyrirtækið einnig selja 11 af 65 verksmiðjum sínum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×