Viðskipti innlent

Deildar­stjóri, lög­fræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Bylgja Ýr Tryggvadóttir, Dagbjört Jónsdóttir og Dagur Kár Jónsson hafa verið ráðin til Mílu.
Bylgja Ýr Tryggvadóttir, Dagbjört Jónsdóttir og Dagur Kár Jónsson hafa verið ráðin til Mílu. Míla

Fjarskiptafyrirtækið Míla hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn, deildarstjóra sölu- og viðskiptastýringar, lögfræðing og viðskiptastjóra.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Mílu.

Þar segir að Bylgja Ýr Tryggvadóttir hafi verið ráðin deildarstjóri sölu- og viðskiptastýringar Mílu. Hún hafi komið frá Plaio og starfaði fyrir það í fimm ár hjá Nova í þjónustu- og viðskiptastýringu á fyrirtækjamarkaði.

Þá hefur Dagbjört Jónsdóttir verið ráðin sem lögfræðingur hjá Mílu en hún var áður sjálfstætt starfandi ráðgjafi við samningagerð, opinber innkaup, persónuvernd og upplýsingöryggi. Fyrir það starfaði hún sem lögfræðingur hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar með áherslu stafræna persónuvernd og sem lögfræðingur hjá Vegagerðinni.

Dagur Kár Jónsson hefur síðan verið ráðinn viðskiptastjóri hjá Mílu. Hann er nýlokinn við meistarnám í viðskiptafræði, er með B.A. gráðu í sálfræði og er fyrrverandi atvinnumaður í körfubolta í Austurríki og á Spáni. Dagur lagði skóna á hilluna í síðasta mánuði vegna þrálátra meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×