Innlent

Vill ekki tjá sig um stefnu ÖBÍ

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra vill ekki tjá sig um fyrirhugaða stefnu Öryrkjabandalags Íslands á hendur ríkisstjórninni vegna vanefnda á samningum um hækkun lífeyris frá árinu 2003. Öryrkjabandalagið segir ríkisstjórnina einungis hafa uppfyllt samkomulag þeirra við ríkisstjórnina að tveimur þriðju með eins milljarðs framlagi á fjárlögum ársins 2004, en útreikningar heilbrigðisráðuneytisins gerðu ráð fyrir því að einn og hálfan milljarð þyrfti til að efna samkomulagið til fulls. Jón lýsti því sjálfur yfir fyrir tveimur árum að samkomulagið sem hann og Garðar Sverrisson, þáverandi formaður Örykjabandalagsins, undirrituðu í aðdraganda síðustu kosninga hefði ekki verið að fullu efnt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×