Ráðherrar fóru gegn ráðgjöf HSBC 22. september 2005 00:01 Ráðherranefndin skipaði framkvæmdanefnd um einkavæðingu að fara gegn ráðum alþjóðlega fjárfestingabankans HSBC um lykilatriði í sölu Landsbankans árið 2002. HSBC var ráðgjafi framkvæmdanefndar um söluna á Landsbankanum og Búnaðarbankanum á sínum tíma. Í skýrslu sem HSBC vann fyrir framkvæmdanefnd í september 2002 var lagt mat á tilboð þriggja bjóðenda í Landsbankann, Samson, S-hópinn og Kaldbak. Þegar Fréttablaðið birti greinaröð um einkavæðingu bankanna í lok maí síðastliðnum var óskað eftir afriti af þessari skýrslu. Því synjaði framkvæmdanefnd en úrskurðarnefnd í upplýsingamálum felldi synjunina í gildi og í kjölfarið fékk Fréttablaðið eintak af skýrslunni, sem og skýrslu bankans um söluna á Búnaðarbankanum skömmu síðar. Í skýrslunni varaði HSBC ítrekað við því að framkvæmdanefnd færi í samningaviðræður við einn bjóðanda jafn snemma á söluferlinu og gert var. Það fæli í sér hættu á að bjóðanda tækist að lækka verðtilboð sitt í viðræðunum. Verðtilboð Samson var töluvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. HSBC mælti með því að sett yrðu skilyrði um að Samson stæði við efri mörk verðtilboðsins þegar tilkynnt væri um samningaviðræður. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið kemur fram að framkvæmdanefndin hafi lagt niðurstöður HSBC fyrir ráðherranefndina án þess að gera tillögu um hvaða tilboði skyldi tekið. Í kjölfarið tók ráðherranefndin þá ákvörðun að á grundvalli mats HSBC skyldi Samson boðið til beinna viðræðna um kaup á hlut ríkisins í Landsbankanum og tókst Samson, líkt og HSBC hafði varað við, að lækka verðtilboð sitt um 700 milljónir. Í ráðherranefnd áttu sæti Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir. Ágreiningur í framkvæmdanefnd varð vegna þess að ekki var farið að ráðum HSBC og sagði Steingrímur Ari Arason sig úr nefndinni í kjölfarið. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson eða Davíð Oddsson í gær. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Ráðherranefndin skipaði framkvæmdanefnd um einkavæðingu að fara gegn ráðum alþjóðlega fjárfestingabankans HSBC um lykilatriði í sölu Landsbankans árið 2002. HSBC var ráðgjafi framkvæmdanefndar um söluna á Landsbankanum og Búnaðarbankanum á sínum tíma. Í skýrslu sem HSBC vann fyrir framkvæmdanefnd í september 2002 var lagt mat á tilboð þriggja bjóðenda í Landsbankann, Samson, S-hópinn og Kaldbak. Þegar Fréttablaðið birti greinaröð um einkavæðingu bankanna í lok maí síðastliðnum var óskað eftir afriti af þessari skýrslu. Því synjaði framkvæmdanefnd en úrskurðarnefnd í upplýsingamálum felldi synjunina í gildi og í kjölfarið fékk Fréttablaðið eintak af skýrslunni, sem og skýrslu bankans um söluna á Búnaðarbankanum skömmu síðar. Í skýrslunni varaði HSBC ítrekað við því að framkvæmdanefnd færi í samningaviðræður við einn bjóðanda jafn snemma á söluferlinu og gert var. Það fæli í sér hættu á að bjóðanda tækist að lækka verðtilboð sitt í viðræðunum. Verðtilboð Samson var töluvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. HSBC mælti með því að sett yrðu skilyrði um að Samson stæði við efri mörk verðtilboðsins þegar tilkynnt væri um samningaviðræður. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið kemur fram að framkvæmdanefndin hafi lagt niðurstöður HSBC fyrir ráðherranefndina án þess að gera tillögu um hvaða tilboði skyldi tekið. Í kjölfarið tók ráðherranefndin þá ákvörðun að á grundvalli mats HSBC skyldi Samson boðið til beinna viðræðna um kaup á hlut ríkisins í Landsbankanum og tókst Samson, líkt og HSBC hafði varað við, að lækka verðtilboð sitt um 700 milljónir. Í ráðherranefnd áttu sæti Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir. Ágreiningur í framkvæmdanefnd varð vegna þess að ekki var farið að ráðum HSBC og sagði Steingrímur Ari Arason sig úr nefndinni í kjölfarið. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson eða Davíð Oddsson í gær.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira