
Innlent
Baugsmálið í Hæstarétt
Hæstarétti hefur borist kæra Ríkislögreglustjóra vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag þar sem Baugsmálinu var í heild vísað frá dómi. Þess er krafist að úrskurðurinn verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að taka málið til efnismeðferðar á grundvelli þeirrar ákæru sem vísað var frá. Kæra Ríkislögreglustjóra barst Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sem sendi hana áfram til Hæstaréttar. Í bréfi Péturs Guðgeirssonar dómara kemur fram að engin önnur málsskjöl en ákæran séu send Hæstarétti enda varði frávísunin hana eina.