Sport

Keppni frestað í Forsetabikarnum

Fresta þurfti keppni um tíma í Forsetabikarnum í golfi í gærkvöld vegna þrumuveðurs á Robert Trent Jones vellinum í Virginíu en kylfingarnir náðu að ljúka við alla sex leikina í gær. Heimsúrvalið, eða kylfingar utan Evrópu, hafa hlotið sex og hálfan vinning á móti fimm og hálfum vinningi Bandaríkjamanna. Úrslitin á öðrum degi í gær urðu 3-3. Efsti maður heimslistans, Tiger Woods, var í liði með Jim Furyk en þeir áttu báðir við meiðsli að stríða. Það virtist hins vegar ekki há þeim gegn Stuart Appelby og Mark Hensby en þeir Woods og Furyk höfðu sigur, 3-2. Þetta er í fyrsta sinn sem Tiger Woods sigrar í fjórleik í Forsetabikarnum en fyrir mótið í Virginíu hafði hann sex sinum tapað. Adam Scott og Retif Goosen hafa unnið alla leiki sína en þeir sigruðu þá Fred Couples og David Toms, 3-1. Bein útsending frá mótinu hefst á Sýn klukkan þrjú



Fleiri fréttir

Sjá meira


×