Hæfi Jóns Steinars vafi eða ekki? 24. september 2005 00:01 Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu um umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Þar segir Kjartan að hann hafi aldrei rætt nein efnisatriði ágreinings Baugs og Jóns Geralds heldur eingöngu mælt með Jóni Steinari Gunnlaugssyni sem lögmanni. Eins og fyrr segir kemur fram í Fréttablaðinu að Kjartan Gunnarsson hafi fundað um mál Jóns Geralds Sullenbergers með Styrmi Gunnarssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni, tveimur mánuðum áður en kært var. Í yfirlýsingu Kjartans segir meðal annars: „Við Styrmir Gunnarsson erum nátengdir persónulegum fjölskylduböndum og höfum þekkst vel og átt mikil persónuleg samskipti jafnt um einkamál sem margt annað ... Um mánaðamótin júní/júlí 2002 bað Styrmir mig álits á því hvort málarekstur fyrir mann, sem verið hafði í viðskiptum með og við Baug hf. en ætti nú í alvarlegum ágreiningi við fyrirtækið vegna krafna á hendur því, væri ekki í höndum vandaðs og heiðarlegs lögmanns ef Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. tæki að sér mál mannsins ... samtal okkar snerist ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs hf. og fyrrverandi viðskiptafélaga fyrirtækisins heldur eingöngu og alfarið um hæfi og hæfni lögmanns til þess að taka að sér mál sem varðaði grundvallarhagsmuni manns sem harkalega var sótt að og ég hef hvorki þá né síðar hitt eða átt nein samskipti við.“ Í grein Styrmis Gunnarssonar um Morgunblaðið og Baugsrannsóknina, sem birt er í sunnudagsblaðinu, kemur hins vegar fram að ritstjóri Morgunblaðsins hafi þekkt Jón Steinar um árabil, enda var hann lögmaður Morgunblaðsins. Segir Styrmir að í þeirri vinnu hafi honum orðið ljóst hvílíkur afburða lögfræðingur Jón Steinar Gunnlaugsson sé. Það má því spyrja hvers vegna hann hafi þurft að funda með Kjartani Gunnarssyni til að spyrja um hæfi og hæfni Jóns Steinars sem lögfræðings. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu um umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Þar segir Kjartan að hann hafi aldrei rætt nein efnisatriði ágreinings Baugs og Jóns Geralds heldur eingöngu mælt með Jóni Steinari Gunnlaugssyni sem lögmanni. Eins og fyrr segir kemur fram í Fréttablaðinu að Kjartan Gunnarsson hafi fundað um mál Jóns Geralds Sullenbergers með Styrmi Gunnarssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni, tveimur mánuðum áður en kært var. Í yfirlýsingu Kjartans segir meðal annars: „Við Styrmir Gunnarsson erum nátengdir persónulegum fjölskylduböndum og höfum þekkst vel og átt mikil persónuleg samskipti jafnt um einkamál sem margt annað ... Um mánaðamótin júní/júlí 2002 bað Styrmir mig álits á því hvort málarekstur fyrir mann, sem verið hafði í viðskiptum með og við Baug hf. en ætti nú í alvarlegum ágreiningi við fyrirtækið vegna krafna á hendur því, væri ekki í höndum vandaðs og heiðarlegs lögmanns ef Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. tæki að sér mál mannsins ... samtal okkar snerist ekki um nein efnisatriði ágreinings Baugs hf. og fyrrverandi viðskiptafélaga fyrirtækisins heldur eingöngu og alfarið um hæfi og hæfni lögmanns til þess að taka að sér mál sem varðaði grundvallarhagsmuni manns sem harkalega var sótt að og ég hef hvorki þá né síðar hitt eða átt nein samskipti við.“ Í grein Styrmis Gunnarssonar um Morgunblaðið og Baugsrannsóknina, sem birt er í sunnudagsblaðinu, kemur hins vegar fram að ritstjóri Morgunblaðsins hafi þekkt Jón Steinar um árabil, enda var hann lögmaður Morgunblaðsins. Segir Styrmir að í þeirri vinnu hafi honum orðið ljóst hvílíkur afburða lögfræðingur Jón Steinar Gunnlaugsson sé. Það má því spyrja hvers vegna hann hafi þurft að funda með Kjartani Gunnarssyni til að spyrja um hæfi og hæfni Jóns Steinars sem lögfræðings.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira