Willum Þór var í skýjunum 24. september 2005 00:01 Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var í skýjunum eftir sigurinn á Fram. Kópavogsbúinn geðþekki hefur nú unnið nánast allt sem hægt er að vinna í íslenskri knattspyrnu, allar deildirnar fjórar og nú bikarinn eftirsótta. Þreyttasti maðurinn á vellinum Það var greinilegt að hann hafði lagt sig allan í verkefnið því að leik loknum var hann líklega þreyttasti maðurinn á vellinum. „Ég upplifði að tapa bikarúrslitaleik sem leikmaður og það er óhætt að segja að þetta sé mjög ólík tilfinning. En stundum þarf maður að upplifa taptilfinninguna því sú tilfinning fær mig til að leggja enn harðar að mér. Það voru margir í hópnum sem aldrei höfðu upplifað svona leik og ég fann allan tímann að menn voru tilbúinir í þennan leik," sagði Willum Þór. „Þetta var hörkuleikur, þeir pressuðu stíft á mark okkar í seinni hálfleik og auðvitað var lukkan með okkur. Við náðum að brjóta ísinn og ég hafði það á tilfinningunni að leikurinn myndi vinnast á einu marki." En er það ekki sérstaklega skemmtilegt að verða fyrstur til að vinna stóran titil fyrir þetta gamla stórveldi eftir alla þessa bið? Ég neita því ekki, en ég verð hins vegar að fá að þakka fyrir mig. Það er alveg frábært að vinna með svona hópi og svona félagi. Hér eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri. Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag, við unnum leikinn í stúkunni og á vellinum," sagði Willum Þór. Setja pressu á sig sjálfur Er nú ekki komin pressa á þig núna að landa Íslandsmeistaratitlinum fyrir Val? Það er best að setja pressu á sig sjálfur. Valur er þannig félag að það á alltaf að hugsa hátt," sagði hinn sigursæli þjálfari Vals. Íslenski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var í skýjunum eftir sigurinn á Fram. Kópavogsbúinn geðþekki hefur nú unnið nánast allt sem hægt er að vinna í íslenskri knattspyrnu, allar deildirnar fjórar og nú bikarinn eftirsótta. Þreyttasti maðurinn á vellinum Það var greinilegt að hann hafði lagt sig allan í verkefnið því að leik loknum var hann líklega þreyttasti maðurinn á vellinum. „Ég upplifði að tapa bikarúrslitaleik sem leikmaður og það er óhætt að segja að þetta sé mjög ólík tilfinning. En stundum þarf maður að upplifa taptilfinninguna því sú tilfinning fær mig til að leggja enn harðar að mér. Það voru margir í hópnum sem aldrei höfðu upplifað svona leik og ég fann allan tímann að menn voru tilbúinir í þennan leik," sagði Willum Þór. „Þetta var hörkuleikur, þeir pressuðu stíft á mark okkar í seinni hálfleik og auðvitað var lukkan með okkur. Við náðum að brjóta ísinn og ég hafði það á tilfinningunni að leikurinn myndi vinnast á einu marki." En er það ekki sérstaklega skemmtilegt að verða fyrstur til að vinna stóran titil fyrir þetta gamla stórveldi eftir alla þessa bið? Ég neita því ekki, en ég verð hins vegar að fá að þakka fyrir mig. Það er alveg frábært að vinna með svona hópi og svona félagi. Hér eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri. Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag, við unnum leikinn í stúkunni og á vellinum," sagði Willum Þór. Setja pressu á sig sjálfur Er nú ekki komin pressa á þig núna að landa Íslandsmeistaratitlinum fyrir Val? Það er best að setja pressu á sig sjálfur. Valur er þannig félag að það á alltaf að hugsa hátt," sagði hinn sigursæli þjálfari Vals.
Íslenski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira