Vísar fullyrðingum Jónínu á bug 25. september 2005 00:01 Og Vodafone vísar fullyrðingum Jónínu Benediktsdóttur, sem fram komu í hádegisfréttum Bylgjunnar um meðferð á tölvupósti, alfarið á bug. Hún hafi með orðum sínum vegið harkalega að fyrirtækinu með ómaklegum hætti, auk þess sem hún ásaki starfsmenn fyrirtækisins um brot á lögum. Fyrirtækið muni því skoða réttarstöðu sína og starfsmanna frekar. Í tilkynningu sem Og Vodafone sendi rétt í þessu segir: Og Vodafone vísar fullyrðingum Jónínu Benediktsdóttur, sem fram komu í fréttum Bylgjunnar um meðferð á tölvupósti, alfarið á bug. Jafnframt vill Og Vodafone taka fram:Og Vodafone er alhliða fjarskiptafyrirtæki sem þjónustar þúsundir einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið sinnir meðal annars ört vaxandi internet þjónustu, svo sem hýsingu á tölvupósti og vefjum. Fyrirtækið byggir starfsemi sína á öflugu og traustu starfsfólki og fullkomnum og öruggum tæknibúnaði.Það er starfsfólki og eigendum Og Vodafone mikið kappsmál að tryggja að fyrirtækið njóti trausts viðskiptavina sinna.Af þeim sökum telur fyrirtækið það háalvarlegt mál þegar því er haldið fram að Og Vodafone tengist með ólögmætum hætti dreifingu á tölvupósti eða persónulegum gögnum viðskiptavina. Í raun er ekki einungis um að ræða ásakanir á hendur eigendum Og Vodafone heldur ennfremur því starfsfólki sem starfar hjá fyrirtækinu.Beinn aðgangur að póstþjóni sem hýsir póst viðskiptavina Og Vodafone einskorðast við mjög fáa starfsmenn, sem allir hafa undirritað trúnaðaryfirlýsingu, vegna starfa sinna hjá fyrirtækinu. Þessi aðgangur er eingöngu vegna kerfisumsýslu og viðhalds. Jafnframt eru skýr fyrirmæli í fjarskiptalögum um meðferð persónuupplýsinga.Og Vodafone telur því ummæli Jónínu Benediktsdóttur, þar sem hún gefur í skyn að fyrirtækið tengist með einhverjum hætti dreifingu á tölvupósti í hennar eigu, mjög alvarleg. Hún hefur með orðum sínum vegið harkalega að fyrirtækinu með ómaklegum hætti. Jafnframt ásakar hún starfsmenn fyrirtækisins um brot á lögum. Fyrirtækið mun því skoða réttarstöðu sína og starfsmanna frekar. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Og Vodafone vísar fullyrðingum Jónínu Benediktsdóttur, sem fram komu í hádegisfréttum Bylgjunnar um meðferð á tölvupósti, alfarið á bug. Hún hafi með orðum sínum vegið harkalega að fyrirtækinu með ómaklegum hætti, auk þess sem hún ásaki starfsmenn fyrirtækisins um brot á lögum. Fyrirtækið muni því skoða réttarstöðu sína og starfsmanna frekar. Í tilkynningu sem Og Vodafone sendi rétt í þessu segir: Og Vodafone vísar fullyrðingum Jónínu Benediktsdóttur, sem fram komu í fréttum Bylgjunnar um meðferð á tölvupósti, alfarið á bug. Jafnframt vill Og Vodafone taka fram:Og Vodafone er alhliða fjarskiptafyrirtæki sem þjónustar þúsundir einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið sinnir meðal annars ört vaxandi internet þjónustu, svo sem hýsingu á tölvupósti og vefjum. Fyrirtækið byggir starfsemi sína á öflugu og traustu starfsfólki og fullkomnum og öruggum tæknibúnaði.Það er starfsfólki og eigendum Og Vodafone mikið kappsmál að tryggja að fyrirtækið njóti trausts viðskiptavina sinna.Af þeim sökum telur fyrirtækið það háalvarlegt mál þegar því er haldið fram að Og Vodafone tengist með ólögmætum hætti dreifingu á tölvupósti eða persónulegum gögnum viðskiptavina. Í raun er ekki einungis um að ræða ásakanir á hendur eigendum Og Vodafone heldur ennfremur því starfsfólki sem starfar hjá fyrirtækinu.Beinn aðgangur að póstþjóni sem hýsir póst viðskiptavina Og Vodafone einskorðast við mjög fáa starfsmenn, sem allir hafa undirritað trúnaðaryfirlýsingu, vegna starfa sinna hjá fyrirtækinu. Þessi aðgangur er eingöngu vegna kerfisumsýslu og viðhalds. Jafnframt eru skýr fyrirmæli í fjarskiptalögum um meðferð persónuupplýsinga.Og Vodafone telur því ummæli Jónínu Benediktsdóttur, þar sem hún gefur í skyn að fyrirtækið tengist með einhverjum hætti dreifingu á tölvupósti í hennar eigu, mjög alvarleg. Hún hefur með orðum sínum vegið harkalega að fyrirtækinu með ómaklegum hætti. Jafnframt ásakar hún starfsmenn fyrirtækisins um brot á lögum. Fyrirtækið mun því skoða réttarstöðu sína og starfsmanna frekar.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira