Innlent

Ríkislögreglustjóri útskýri tafir

Ríkislögreglustjóri verður að útskýra hvers vegna embættið hefur lítið eða ekkert aðhafst í nokkrum stórum málum á sama tíma og miklum tíma var varið í rannsókn Baugsmálsins segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, í pistli á heimasíðu sinni. Hann nefnir sem dæmi að ásakanir Davíðs Oddssonar um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi reynt að múta sér hafi ekki verið rannsakaðar, slíkur dráttur hafi orðið á rannsókn á störfum stjórnarmanna í Lífeyrissjóði Austurlands að málið hafi fyrnst og að starfsmenn Ríkislögreglustjóra hafi ekkert frumkvæði sýnt að hefja rannsókn á verðsamráði olíufélaganna. Kristinn segir að meðan engar skýringar fáist á þessu verði Ríkislögreglustjóri og starfsmenn hans að sætta sig við að sitja undir gagnrýni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×