Beindi Jónínu til yfirvalda 26. september 2005 00:01 Jónína Benediksdóttir vildi að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti af sér líkamsræktarstöðina Planet Pulse annars birti hún gögn um Baug sem hún hafi undir höndum. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóri Baugs, 1. júlí 2002, en þá hafði hún fengið fjölda gagna frá Jóni Geraldi Sullenberger, sem hún var að aðstoða við að undirbúa mál gegn Baugi. Tryggvi hvatti hana til að snúa sér til yfirvalda með gögnin. Jónína segir í tölvupóstinum: "Ég er með 25 skjöl sem geta flett ofan af ykkur skítnum og sett af stað mestu rannsókn í viðskiptalífi Íslands." Einnig segir hún: "Þetta er ekki hótun heldur sjálfsbjargarviðleitni þriggja barna móður sem á að lýsa sig gjaldþrota á morgun en átti 200 milljónir þegar hún þvældist inn í mestu drullusokkafjölskyldu í heimi." Síðar í tölvupóstinum segir Jónína: "Ég get saltað ykkur alla, því á mig er hlustað. [...] Ég þarf svar á morgun það er legið á mér að veita öll þessi gögn." Þessu svarar Tryggvi samdægurs: "Ef þú telur að lög hafi verið brotin, og þú hafir gögn sem sýni fram á það, er það eina rétta að gera yfirvöldum grein fyrir því. Mér er ekki kunnugt um það fals og svik sem þú talar um. Jón Gerald hefur hins vegar hótað því að fabrikkera ýmislegt, til að ná fram hefndum gagnvart feðgunum. Hann hefur meðal annars hótað Jóni Ásgeir lífláti í tvígang, í seinna skiptið hringdi hann í Jóhannes og sagði honum að vera góðan við drenginn sinn þessa síðustu daga sem hann lifði því hann sjálfur væri á leið til landsins og ætlaði að drepa hann. Jón Gerald er greinilega í miklu ójafnvægi og því skaltu vara þig á upplýsingum sem þú færð þaðan. Ef þú ert sannfærð um réttmæti þeirra gagna skaltu hiklaust snúa þér til yfirvalda, það er eina rétta leiðin." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Jónína Benediksdóttir vildi að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti af sér líkamsræktarstöðina Planet Pulse annars birti hún gögn um Baug sem hún hafi undir höndum. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóri Baugs, 1. júlí 2002, en þá hafði hún fengið fjölda gagna frá Jóni Geraldi Sullenberger, sem hún var að aðstoða við að undirbúa mál gegn Baugi. Tryggvi hvatti hana til að snúa sér til yfirvalda með gögnin. Jónína segir í tölvupóstinum: "Ég er með 25 skjöl sem geta flett ofan af ykkur skítnum og sett af stað mestu rannsókn í viðskiptalífi Íslands." Einnig segir hún: "Þetta er ekki hótun heldur sjálfsbjargarviðleitni þriggja barna móður sem á að lýsa sig gjaldþrota á morgun en átti 200 milljónir þegar hún þvældist inn í mestu drullusokkafjölskyldu í heimi." Síðar í tölvupóstinum segir Jónína: "Ég get saltað ykkur alla, því á mig er hlustað. [...] Ég þarf svar á morgun það er legið á mér að veita öll þessi gögn." Þessu svarar Tryggvi samdægurs: "Ef þú telur að lög hafi verið brotin, og þú hafir gögn sem sýni fram á það, er það eina rétta að gera yfirvöldum grein fyrir því. Mér er ekki kunnugt um það fals og svik sem þú talar um. Jón Gerald hefur hins vegar hótað því að fabrikkera ýmislegt, til að ná fram hefndum gagnvart feðgunum. Hann hefur meðal annars hótað Jóni Ásgeir lífláti í tvígang, í seinna skiptið hringdi hann í Jóhannes og sagði honum að vera góðan við drenginn sinn þessa síðustu daga sem hann lifði því hann sjálfur væri á leið til landsins og ætlaði að drepa hann. Jón Gerald er greinilega í miklu ójafnvægi og því skaltu vara þig á upplýsingum sem þú færð þaðan. Ef þú ert sannfærð um réttmæti þeirra gagna skaltu hiklaust snúa þér til yfirvalda, það er eina rétta leiðin."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira