Styrmir svarar 26. september 2005 00:01 Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins vissi af afskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins, af Baugsmálinu. Hann telur að ritstjórinn hafi gefið fullnægjandi skýringar á aðkomu sinni að málinu á starfsmannafundi sem haldinn var í dag. Ritstjóri Morgunblaðsins íhugar að birta gögn sem sýna innanhússsamskipti forsvarsmanna Baugs og viðskiptaaðila á Flórída. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins hefur legið undir ámæli fyrir að hafa látið þýða gögn fyrir Jón Gerald Sullenberger og fyrir að hafa haft milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði lögmaður hans. Eftir langan og fjölmennan starfsmannafund sem haldinn var í húsakynnum Morgunblaðsins í dag, virðist vera sem að starfsmenn blaðsins beri fullt og óskorðað traust til Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins. Styrmir var fáorður eftir fundinn og sagðist ekki vilja ræða við fréttamenn heldur ættu þeir bara að kaupa Morgunblaðið og fylgjast með málinu þar. Hann sagði að hann þyrfti ekki að svara spurningum annarra fjölmiðla en Morgunblaðsins. Styrmir sagði að hann myndi svara spurningum sem brenna á fólki í blaðinu sjálfu en það hefði hann gert frá degi til dags enda væri það hans vettvangur. Í grein sem Styrmir skrifar í Morgunblaðið í dag varpar hann fram ýmsum spurningum. Meðal annars hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald , fjárhagslega og viðskiptalega. Ritstjórinn hefur önnur gögn undir höndum sem hann hótar að birta. Gögn sem hann segir sýna innanhússsamskipti milli Baugsmanna og viðskiptamanna á Flórída. Gögnin séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir hvatt sig til að birta þau, í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstssamskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: "Ég er að hugleiða þessar hvatningar. Það sem mælir á móti því að gera það úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helzt ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög." Aðspurður um hvort hann ætlaði að birta þau gögn sem hann talar um í greininni sagði Styrmir að hann vildi helst ekki gera það þar sem honum væri heldur illa við það. Grein yrði þó eftir hann í blaðinu á morgun þar sem hann fjallar um fleiri þætti þessara mála. Hann sagði einnig að það hefði alls ekki hvarlað að honum að segja upp störfum vegna þessara mála enda þætti honum óskaplega gaman að vinna á Morgunblaðinu. Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Karl Blöndal, segir Styrmi hafa gefið fullnægjandi skýringar á starfsmannafundinum. Það mætti þó gagnrýna einstaka þætti, sumt hefði mátt gera en annað ekki, án þess að hann þekkti nákvæmlega um hvaða efni væri að ræða. Honum finndist þetta ekki stór atriði. Aðrir ritstjórar Morgunblaðsins vissu af afskiptum Styrmis af málinu. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins vissi af afskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins, af Baugsmálinu. Hann telur að ritstjórinn hafi gefið fullnægjandi skýringar á aðkomu sinni að málinu á starfsmannafundi sem haldinn var í dag. Ritstjóri Morgunblaðsins íhugar að birta gögn sem sýna innanhússsamskipti forsvarsmanna Baugs og viðskiptaaðila á Flórída. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins hefur legið undir ámæli fyrir að hafa látið þýða gögn fyrir Jón Gerald Sullenberger og fyrir að hafa haft milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði lögmaður hans. Eftir langan og fjölmennan starfsmannafund sem haldinn var í húsakynnum Morgunblaðsins í dag, virðist vera sem að starfsmenn blaðsins beri fullt og óskorðað traust til Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins. Styrmir var fáorður eftir fundinn og sagðist ekki vilja ræða við fréttamenn heldur ættu þeir bara að kaupa Morgunblaðið og fylgjast með málinu þar. Hann sagði að hann þyrfti ekki að svara spurningum annarra fjölmiðla en Morgunblaðsins. Styrmir sagði að hann myndi svara spurningum sem brenna á fólki í blaðinu sjálfu en það hefði hann gert frá degi til dags enda væri það hans vettvangur. Í grein sem Styrmir skrifar í Morgunblaðið í dag varpar hann fram ýmsum spurningum. Meðal annars hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald , fjárhagslega og viðskiptalega. Ritstjórinn hefur önnur gögn undir höndum sem hann hótar að birta. Gögn sem hann segir sýna innanhússsamskipti milli Baugsmanna og viðskiptamanna á Flórída. Gögnin séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir hvatt sig til að birta þau, í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstssamskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: "Ég er að hugleiða þessar hvatningar. Það sem mælir á móti því að gera það úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helzt ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög." Aðspurður um hvort hann ætlaði að birta þau gögn sem hann talar um í greininni sagði Styrmir að hann vildi helst ekki gera það þar sem honum væri heldur illa við það. Grein yrði þó eftir hann í blaðinu á morgun þar sem hann fjallar um fleiri þætti þessara mála. Hann sagði einnig að það hefði alls ekki hvarlað að honum að segja upp störfum vegna þessara mála enda þætti honum óskaplega gaman að vinna á Morgunblaðinu. Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Karl Blöndal, segir Styrmi hafa gefið fullnægjandi skýringar á starfsmannafundinum. Það mætti þó gagnrýna einstaka þætti, sumt hefði mátt gera en annað ekki, án þess að hann þekkti nákvæmlega um hvaða efni væri að ræða. Honum finndist þetta ekki stór atriði. Aðrir ritstjórar Morgunblaðsins vissu af afskiptum Styrmis af málinu.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira