Notar hún sykur ? 27. september 2005 00:01 Hin undarlegustu tíðindi er varða Baugsmálið svokallaða voru gerð heyrinkunn nú um helgina. Sannast að segja veit maður ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Alls konar fólk, karlar og konur, ónefnd eða hvað þau nú annars heita, er nú nefnt til sögunnar þar eð leitað hafði verið til þeirra til að fá aðstoð við að koma böndum á meinta þrjóta. Sannast nú það sem sagt hefur verið að raunveruleikinn er oft á tíðum fáránlegri en skáldskapurinn. Söguþráðurinn sem spunninn hefur verið í fréttatímum nú undanfarna daga hefði varla þótt hæfur í reyfara svo furðulegt og einkennilegt er þetta allt saman. Sú sem þetta ritar treystir sér ekki til að hafa fleiri orð um þessi tíðindi að sinni, vegna þess að um leið og málið verður allt fáránlegra virðist það einnig allt verða alvarlegra, við slíkar aðstæður er rétt að gæta fyllstu varkárni í orðum. Ég ætla þess vegna að snúa mér að allt öðru. Velferðarþjóðfélagið á undir högg á sækja hér á ísa köldu landi. Samanburðartölur sýna að við erum ein af ríkustu þjóðum í heimi. Hér miðast flest við útrás fyrirtækjanna, menn hafa milljónir í tekjur á mánuði og þeir sem eru í fjármálafyrirtækjunum fá væntanlega allir greidd laun í þrettán mánuði á ári líkt og þeir sem eru í bankaráði Seðlabankans, svo mánaðarkaupið segir ekki allt. Mér fannst ég hafa heyrt í útvarpinu í morgun að bílainnflutningur hefði aukist um fimmtíu prósent á árinu, trúði því samt varla, fletti því upp í Hagtölum og þetta mun rétt vera. Samt var bílaeign nú þó nokkur fyrir. Í öðrum löndum munu bílakaup almennt hafa dregist saman. Hátt gengi krónunnar gerir það að verkum að bílar eru tiltölulega ódýrir hér á landi um þessar mundir, þó þeir séu samt sennilega á fáum stöðum dýrari. Svo sennilega má finna út með einhverjum hundakúnsta reikniaðferðum að með því að kaupa bíla núna séum við í raun að spara – eða hvað ? Fyritækin hafa efni á að borga sumum ofurhátt kaup, en við þykjumst ekki hafa efni á að borga þeim sem gæta barnanna á leikskólunum, og í fyrra fengu yngstu börnin í skólunum ekki þá kennslu sem þau eiga rétt á af því kennarar voru að berjast fyrir laununum sínum. Öryrkjabandalagið er að fara í mál við ríkið í þriðja sinn á ferli þessar ríkisstjórnar, vegna þess að hún efnir aldrei þau loforð sem hún gefur þessum hópi samfélagsins. Eldri borgarar berjast fyrir hagsmunum sínum en hægt gengur. Það vantar þjónustuíbúðir, dagvistarpláss og þjónustu við fólkið sem ól okkur upp. Ekki nóg með það að við þykjumst hafa þarfara við peningana að gera en sjá til þess að allir hópar samfélagins geti lifað við reisn, heldur sýnum við gjarnan þeim sem hallar undan fæti hjá einnig hina mestu óvirðingu í umgengi. Samt kosta mannasiðir ekki neitt. Það rifjaðist upp fyrir mér um daginn að hafa fyrir löngu heyrt eða lesið viðtal við lamaða manneskju, sem sagði frá því að oft væri komið fram við hana eins og hún væri ekki með "fulde fem" eða jafnvel látið eins og hún væri ekki til. Konan var sem sagt í hjólastól og hún lýsti því hvernig fólk talaði gjarnan ekki til hennar heldur til samferðamanna hennar. "Notar hún sykur?" var samferðafólkið spurt, þegar boðið var upp á kaffi en hún ekki spurð sjálf. Það er langt síðan þetta var og ég vona að eitthvað hafi breyst í þjóðfélaginu síðan; að við höfum lært að umgangast hvert annað af þeirri virðingu sem við öll eigum skilið, lömuð eða með fullan styrk. Hitt veit ég að þegar gamla fólkið á hlut þá er gjarnan komið fram við það eins og þessi kona lýsti framkomunni við sig fyrir löngu síðan. Jafnvel á stofnunum sem eru sérhæfðar í því annast gamalt fólk talar starfsfólkið yfir höfuðið (ef svo má að orði komast) á því. ,,Notar hún sykur?" er spurt og horft fram hjá gömlu konunni. Blessað gamla fólkið er orðið seint til orðs og æðis og nennir kannski einfaldlega ekki að æsa sig vegna svona framkomu. Þeim mun meiri ástæða fyrir okkur á miðjum aldri að skera upp herör gegn þessu háttalagi. Við erum nefnilega næst. Áður en við vitum af munum við sitja einhvers staðar með hendur í skauti og börnin okkar spurð hvort við notum sykur. Vá – ég verð bálreið við tilhugsunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Hin undarlegustu tíðindi er varða Baugsmálið svokallaða voru gerð heyrinkunn nú um helgina. Sannast að segja veit maður ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Alls konar fólk, karlar og konur, ónefnd eða hvað þau nú annars heita, er nú nefnt til sögunnar þar eð leitað hafði verið til þeirra til að fá aðstoð við að koma böndum á meinta þrjóta. Sannast nú það sem sagt hefur verið að raunveruleikinn er oft á tíðum fáránlegri en skáldskapurinn. Söguþráðurinn sem spunninn hefur verið í fréttatímum nú undanfarna daga hefði varla þótt hæfur í reyfara svo furðulegt og einkennilegt er þetta allt saman. Sú sem þetta ritar treystir sér ekki til að hafa fleiri orð um þessi tíðindi að sinni, vegna þess að um leið og málið verður allt fáránlegra virðist það einnig allt verða alvarlegra, við slíkar aðstæður er rétt að gæta fyllstu varkárni í orðum. Ég ætla þess vegna að snúa mér að allt öðru. Velferðarþjóðfélagið á undir högg á sækja hér á ísa köldu landi. Samanburðartölur sýna að við erum ein af ríkustu þjóðum í heimi. Hér miðast flest við útrás fyrirtækjanna, menn hafa milljónir í tekjur á mánuði og þeir sem eru í fjármálafyrirtækjunum fá væntanlega allir greidd laun í þrettán mánuði á ári líkt og þeir sem eru í bankaráði Seðlabankans, svo mánaðarkaupið segir ekki allt. Mér fannst ég hafa heyrt í útvarpinu í morgun að bílainnflutningur hefði aukist um fimmtíu prósent á árinu, trúði því samt varla, fletti því upp í Hagtölum og þetta mun rétt vera. Samt var bílaeign nú þó nokkur fyrir. Í öðrum löndum munu bílakaup almennt hafa dregist saman. Hátt gengi krónunnar gerir það að verkum að bílar eru tiltölulega ódýrir hér á landi um þessar mundir, þó þeir séu samt sennilega á fáum stöðum dýrari. Svo sennilega má finna út með einhverjum hundakúnsta reikniaðferðum að með því að kaupa bíla núna séum við í raun að spara – eða hvað ? Fyritækin hafa efni á að borga sumum ofurhátt kaup, en við þykjumst ekki hafa efni á að borga þeim sem gæta barnanna á leikskólunum, og í fyrra fengu yngstu börnin í skólunum ekki þá kennslu sem þau eiga rétt á af því kennarar voru að berjast fyrir laununum sínum. Öryrkjabandalagið er að fara í mál við ríkið í þriðja sinn á ferli þessar ríkisstjórnar, vegna þess að hún efnir aldrei þau loforð sem hún gefur þessum hópi samfélagsins. Eldri borgarar berjast fyrir hagsmunum sínum en hægt gengur. Það vantar þjónustuíbúðir, dagvistarpláss og þjónustu við fólkið sem ól okkur upp. Ekki nóg með það að við þykjumst hafa þarfara við peningana að gera en sjá til þess að allir hópar samfélagins geti lifað við reisn, heldur sýnum við gjarnan þeim sem hallar undan fæti hjá einnig hina mestu óvirðingu í umgengi. Samt kosta mannasiðir ekki neitt. Það rifjaðist upp fyrir mér um daginn að hafa fyrir löngu heyrt eða lesið viðtal við lamaða manneskju, sem sagði frá því að oft væri komið fram við hana eins og hún væri ekki með "fulde fem" eða jafnvel látið eins og hún væri ekki til. Konan var sem sagt í hjólastól og hún lýsti því hvernig fólk talaði gjarnan ekki til hennar heldur til samferðamanna hennar. "Notar hún sykur?" var samferðafólkið spurt, þegar boðið var upp á kaffi en hún ekki spurð sjálf. Það er langt síðan þetta var og ég vona að eitthvað hafi breyst í þjóðfélaginu síðan; að við höfum lært að umgangast hvert annað af þeirri virðingu sem við öll eigum skilið, lömuð eða með fullan styrk. Hitt veit ég að þegar gamla fólkið á hlut þá er gjarnan komið fram við það eins og þessi kona lýsti framkomunni við sig fyrir löngu síðan. Jafnvel á stofnunum sem eru sérhæfðar í því annast gamalt fólk talar starfsfólkið yfir höfuðið (ef svo má að orði komast) á því. ,,Notar hún sykur?" er spurt og horft fram hjá gömlu konunni. Blessað gamla fólkið er orðið seint til orðs og æðis og nennir kannski einfaldlega ekki að æsa sig vegna svona framkomu. Þeim mun meiri ástæða fyrir okkur á miðjum aldri að skera upp herör gegn þessu háttalagi. Við erum nefnilega næst. Áður en við vitum af munum við sitja einhvers staðar með hendur í skauti og börnin okkar spurð hvort við notum sykur. Vá – ég verð bálreið við tilhugsunina.