Baugur borgaði Jóni Gerald 27. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í gær að Baugur hafi greitt Jóni Geraldi Sullenberger 120 milljónir til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir hefðu efnt til gegn Jóni Geraldi. Auk þess hafi þeir haft fjórar lögfræðistofur í vinnu fyrir sig til að vinna á sér, eina á Íslandi og þrjár í Bandaríkjunum. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir nánast öll atriði þessarar fullyrðingar Styrmis röng. Jón Gerald hafi stofnað til málaferlanna í Bandaríkjunum. Jón Gerald hafi stefnt Baugi, sem stefndi honum á móti. Málið varðaði tvö fyrirtæki, Baug og Gaum, sem voru hvort með sína lögfræðistofuna á Íslandi en notuðust við sömu lögfræðistofuna í New York. Sú stofa hafi hins vegar óskað eftir aðstoð lögfræðistofu í Flórída, eins og tíðkist í Bandaríkjunum. "Sjálfur var Jón Gerald með tvær stofur í vinnu fyrir sig," segir Hreinn. Hvað varðar fullyrðingar Styrmis um að Baugur hafi ráðið einkaspæjara sem hafi lagt Jón Gerald og fjölskyldu hans í einelti segir Hreinn: "Þessi frásögn Styrmis er óhróður. Í Bandaríkjunum gilda aðrar réttarfarsreglur en hér á landi. Þar starfa sérfræðingar í upplýsingaöflun á grundvelli starfsleyfis en það eru þeir sem kallaðir eru "einkaspæjarar" í Mogganum. Tilgangur þessara sérfræðinga var að afla gagna fyrir dómsmálið sem reka átti úti í Bandaríkjunum. Ég get ekki séð annað en ummæli Styrmis séu gagnrýni á bandarískt réttarfar frekar en gagnrýni á Baug," segir Hreinn. Spurður hvers vegna hafi verið ákveðið að reiða fram 120 milljónir fremur en að reka málið fyrir dómstólum segir Hreinn: "Á hverjum tíma þarf fyrirtæki í svona aðstöðu að meta hvort borgi sig að standa í slíkum málaferlum. Þetta er vel þekkt." Þegar Hreinn er beðinn um að skýra hvernig komist var að niðurstöðu um þessa tilteknu upphæð segir hann að viðræður hafi farið fram með milligöngu lögmanna sem leiddu til þess samið var um uppgjör í þeirri viðskiptadeilu sem var grundvöllur málarekstursins. "Við erum bundnir trúnaði um efni þessa samkomulags en það er augljóst að Jón Gerald hefur rofið sinn þátt þess með upplýsingagjöf til Morgunblaðsins," segir Hreinn. Hann vill þrátt fyrir það ekki sjálfur brjóta þann trúnað. "Aðalatriði málsins er hins vegar ekki hvernig þessum málaferlum lauk og hvaða fjárhæðir samið var um, heldur sú staðreynd að Fréttablaðið hefur með einhverjum hætti komist yfir upplýsingar sem benda til þess að áhrifamenn tengdir Sjálfstæðisflokknum og ritstjóri Morgunblaðsins hafa lagt á ráðin um það með hvaða hætti lögreglurannsókn yrði hrundið af stað," segir Hreinn. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í gær að Baugur hafi greitt Jóni Geraldi Sullenberger 120 milljónir til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir hefðu efnt til gegn Jóni Geraldi. Auk þess hafi þeir haft fjórar lögfræðistofur í vinnu fyrir sig til að vinna á sér, eina á Íslandi og þrjár í Bandaríkjunum. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, segir nánast öll atriði þessarar fullyrðingar Styrmis röng. Jón Gerald hafi stofnað til málaferlanna í Bandaríkjunum. Jón Gerald hafi stefnt Baugi, sem stefndi honum á móti. Málið varðaði tvö fyrirtæki, Baug og Gaum, sem voru hvort með sína lögfræðistofuna á Íslandi en notuðust við sömu lögfræðistofuna í New York. Sú stofa hafi hins vegar óskað eftir aðstoð lögfræðistofu í Flórída, eins og tíðkist í Bandaríkjunum. "Sjálfur var Jón Gerald með tvær stofur í vinnu fyrir sig," segir Hreinn. Hvað varðar fullyrðingar Styrmis um að Baugur hafi ráðið einkaspæjara sem hafi lagt Jón Gerald og fjölskyldu hans í einelti segir Hreinn: "Þessi frásögn Styrmis er óhróður. Í Bandaríkjunum gilda aðrar réttarfarsreglur en hér á landi. Þar starfa sérfræðingar í upplýsingaöflun á grundvelli starfsleyfis en það eru þeir sem kallaðir eru "einkaspæjarar" í Mogganum. Tilgangur þessara sérfræðinga var að afla gagna fyrir dómsmálið sem reka átti úti í Bandaríkjunum. Ég get ekki séð annað en ummæli Styrmis séu gagnrýni á bandarískt réttarfar frekar en gagnrýni á Baug," segir Hreinn. Spurður hvers vegna hafi verið ákveðið að reiða fram 120 milljónir fremur en að reka málið fyrir dómstólum segir Hreinn: "Á hverjum tíma þarf fyrirtæki í svona aðstöðu að meta hvort borgi sig að standa í slíkum málaferlum. Þetta er vel þekkt." Þegar Hreinn er beðinn um að skýra hvernig komist var að niðurstöðu um þessa tilteknu upphæð segir hann að viðræður hafi farið fram með milligöngu lögmanna sem leiddu til þess samið var um uppgjör í þeirri viðskiptadeilu sem var grundvöllur málarekstursins. "Við erum bundnir trúnaði um efni þessa samkomulags en það er augljóst að Jón Gerald hefur rofið sinn þátt þess með upplýsingagjöf til Morgunblaðsins," segir Hreinn. Hann vill þrátt fyrir það ekki sjálfur brjóta þann trúnað. "Aðalatriði málsins er hins vegar ekki hvernig þessum málaferlum lauk og hvaða fjárhæðir samið var um, heldur sú staðreynd að Fréttablaðið hefur með einhverjum hætti komist yfir upplýsingar sem benda til þess að áhrifamenn tengdir Sjálfstæðisflokknum og ritstjóri Morgunblaðsins hafa lagt á ráðin um það með hvaða hætti lögreglurannsókn yrði hrundið af stað," segir Hreinn.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira