Undrandi og hneykslaður 27. september 2005 00:01 "Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. "Ég tel að það sé hlutverk fjölmiðla að upplýsa um mál eftir bestu getu. En mér finnst að nokkru leyti eins og þeir séu gerendur í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt núna að dómstólar landsins fái frið til að vinna í málinu. Það er mjög alvarlegt ef menn liggja undir grun og ásökunum árum saman um alvarleg brot og þess vegna held ég að það sé best fyrir okkur öll ef dómstólarnir geta ráðið þessu máli til lykta sem allra fyrst. Halldór var þessu næst spurður hvað hann ætti við með því að fjölmiðlarnir væru gerendur. "Ég held að ég þurfi ekkert að útskýra það. Ef menn hafa lesið blöðin nú síðustu daga þá held ég að það sé alveg ljóst að það eiga sér stað hatrömm átök um málið og ég held ég þurfi ekkert að útskýra það fyrir ykkur." Halldór taldi að Baugsmálið hefði skaðað allt þjóðfélagið. "Það hefur verið gagntekið af þessu máli og ég tel að umfjöllunin núna upp á síðkastið hafi verið þannig að fólk hefur ruglast í ríminu. Það er ekki gott. Og þess vegna tel ég að það sé mjög mikilvægt að þessu máli ljúki þannig að við getum farið að vinna að því sem skiptir okkur máli í framtíðinni. Ég tel að þetta mál taki allt of mikinn tíma og orku í umfjölluninni núna." Halldór kvaðst ekki vilja segja neitt um það hvaða fjölmiðlar hefðu verið að reyna að hafa áhrif á atburðarásina. "Það sjá allir sem lesa blöðin þessa dagana hvað um er að vera." Halldór segir að ætlunin sé að leggja fram fjölmiðlafrumvarp á alþingi í haust. "Það er búið að ljúka störfum um þetta mál. Það náðist um það ágætt samkomulag. Mér finnst sjálfsagt að byggja á því," segir Halldór, en hann telur að vilji sé til að byggja á þeirri vinnu. Halldór segir ómögulegt fyrir sig að grípa inn í atburðarásina. Um skipan rannsóknarnefndar segir hann að þetta mál sé málefni lögreglu og dómstóla. "Mikilvægast af öllu er að sú niðurstaða fáist." Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
"Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga. "Ég tel að það sé hlutverk fjölmiðla að upplýsa um mál eftir bestu getu. En mér finnst að nokkru leyti eins og þeir séu gerendur í þessu máli. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt núna að dómstólar landsins fái frið til að vinna í málinu. Það er mjög alvarlegt ef menn liggja undir grun og ásökunum árum saman um alvarleg brot og þess vegna held ég að það sé best fyrir okkur öll ef dómstólarnir geta ráðið þessu máli til lykta sem allra fyrst. Halldór var þessu næst spurður hvað hann ætti við með því að fjölmiðlarnir væru gerendur. "Ég held að ég þurfi ekkert að útskýra það. Ef menn hafa lesið blöðin nú síðustu daga þá held ég að það sé alveg ljóst að það eiga sér stað hatrömm átök um málið og ég held ég þurfi ekkert að útskýra það fyrir ykkur." Halldór taldi að Baugsmálið hefði skaðað allt þjóðfélagið. "Það hefur verið gagntekið af þessu máli og ég tel að umfjöllunin núna upp á síðkastið hafi verið þannig að fólk hefur ruglast í ríminu. Það er ekki gott. Og þess vegna tel ég að það sé mjög mikilvægt að þessu máli ljúki þannig að við getum farið að vinna að því sem skiptir okkur máli í framtíðinni. Ég tel að þetta mál taki allt of mikinn tíma og orku í umfjölluninni núna." Halldór kvaðst ekki vilja segja neitt um það hvaða fjölmiðlar hefðu verið að reyna að hafa áhrif á atburðarásina. "Það sjá allir sem lesa blöðin þessa dagana hvað um er að vera." Halldór segir að ætlunin sé að leggja fram fjölmiðlafrumvarp á alþingi í haust. "Það er búið að ljúka störfum um þetta mál. Það náðist um það ágætt samkomulag. Mér finnst sjálfsagt að byggja á því," segir Halldór, en hann telur að vilji sé til að byggja á þeirri vinnu. Halldór segir ómögulegt fyrir sig að grípa inn í atburðarásina. Um skipan rannsóknarnefndar segir hann að þetta mál sé málefni lögreglu og dómstóla. "Mikilvægast af öllu er að sú niðurstaða fáist."
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira