Enn ekki skipað í Hæstaréttardóm 28. september 2005 00:01 Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. Hæstiréttur mun á næstunni taka fyrir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa öllum ákærum í Baugsmálinu frá vegna annmarka á stórum hluta þeirra og annað hvort staðfesta úrskurðinn eða vísa málinu aftur heim í hérað og þá verður Héraðsdómur að taka málið til efnislegrar umfjöllunar. Í sjöundu grein laga um dómstóla segir að forseti Hæstaréttar ákveði hvort þrír eða fimm dómarar taki þátt í meðferð máls fyrir dómi. Síðan segir: ,,Þegar fimm eða sjö dómarar skipa dóm í máli skulu að jafnaði eiga þar sæti þeir sem lengst hafa verið skipaðir Hæstaréttardómarar." Sjö dómarar eru ekki skipaðir nema í sérlega mikilvægum málum þar sem er munnlegur málflutningur, svo í Baugsmálinu má gera ráð fyrir að þeir verði þrír eða fimm. Verði þeir fimm, þá ættu, samkvæmt þessari reglu, þessir fimm að skipa dóminn: Guðrún Erlendsdóttir, en hún hefur setið lengst allra Hæstaréttardómaranna, var skipuð 1. júlí 1986. Hrafn Bragason, skipaður 1. september 1987. Garðar Gíslason, skipaður 1. janúar 1992. Markús Sigurbjörnsson, skipaður 1. júlí 1994. Gunnlaugur Claessen, skipaður 1. september 1994. Þeir fjórir sem eftir eru, eru: Árni Kolbeinsson, sem skipaður var 1. nóvember 2000. Ingibjörg Benediktsdóttir, skipuð 1. mars 2001.Ólafur Börkur Þorvaldsson, skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson, skipaður 15. október 2004. Forseta er þó leyfilegt að bregða út af þessari reglu um starfsaldurinn ef hann telur ástæðu til, þá í samráði við viðkomandi dómara. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann. Hæstiréttur mun á næstunni taka fyrir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa öllum ákærum í Baugsmálinu frá vegna annmarka á stórum hluta þeirra og annað hvort staðfesta úrskurðinn eða vísa málinu aftur heim í hérað og þá verður Héraðsdómur að taka málið til efnislegrar umfjöllunar. Í sjöundu grein laga um dómstóla segir að forseti Hæstaréttar ákveði hvort þrír eða fimm dómarar taki þátt í meðferð máls fyrir dómi. Síðan segir: ,,Þegar fimm eða sjö dómarar skipa dóm í máli skulu að jafnaði eiga þar sæti þeir sem lengst hafa verið skipaðir Hæstaréttardómarar." Sjö dómarar eru ekki skipaðir nema í sérlega mikilvægum málum þar sem er munnlegur málflutningur, svo í Baugsmálinu má gera ráð fyrir að þeir verði þrír eða fimm. Verði þeir fimm, þá ættu, samkvæmt þessari reglu, þessir fimm að skipa dóminn: Guðrún Erlendsdóttir, en hún hefur setið lengst allra Hæstaréttardómaranna, var skipuð 1. júlí 1986. Hrafn Bragason, skipaður 1. september 1987. Garðar Gíslason, skipaður 1. janúar 1992. Markús Sigurbjörnsson, skipaður 1. júlí 1994. Gunnlaugur Claessen, skipaður 1. september 1994. Þeir fjórir sem eftir eru, eru: Árni Kolbeinsson, sem skipaður var 1. nóvember 2000. Ingibjörg Benediktsdóttir, skipuð 1. mars 2001.Ólafur Börkur Þorvaldsson, skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson, skipaður 15. október 2004. Forseta er þó leyfilegt að bregða út af þessari reglu um starfsaldurinn ef hann telur ástæðu til, þá í samráði við viðkomandi dómara. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira