Morgunblaðið birti einkapósta 29. september 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, og Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, hafa báðir orðið fyrir því að einkapóstar sem þeir sendu hafi birst á síðum Morgunblaðsins án þeirra leyfis. Sunnudaginn 10. maí 1998 birtist tölvupóstur sem Gunnlaugur sendi þingmönnum á innra neti þingsins orðrétt í Morgunblaðinu. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um að til stæði að birta póstinn því ekki hafi verið haft samband við hann áður en pósturinn vart birtur í Morgunblaðinu. "Ég var mjög ósáttur við þessa birtingu á sínum tíma," segir Gunnlaugur. Þá birti Morgunblaðið 15. nóvember 2002 bréfaskipti Norðurljósa og Landsbankans vegna fjárhagsstöðu Norðurljósa og lánamála félagsins. Össur skrifar á heimasíðu sinni að Styrmir hneykslist manna mest á birtingu Fréttablaðsins á einkatölvupóstum. Styrmir hafi líklega gleymt að hann hafi sjálfur birt einkapóst úr tölvu, vitandi að það væri bæði í óþökk sendanda og viðtakenda. "Fréttablaðið rennur því í einskis manns slóð í því efni nema hans sjálfs," segir Össur. Þegar Össur var beðinn um að skýra við hvaða einkapóst hann ætti, sagði hann: "Ég á við einkabréf mitt sem ég sendi til tveggja viðtakanda. Annar var góður vinur föður míns til margra áratuga og hinn kunningi minn sem ég hafði haft töluverð samskipti við um málefni Baugs. Tölvupóstur þessi komst í hendur Styrmis. Hér var um einkabréf að ræða og bæði ég og viðtakendur gerðum Morgunblaðinu ljóst að við værum mótfallnir birtingu," segir Össur. "Styrmir, sem hafði nær öll samskipti af blaðsins hálfu við mig vegna þessa máls, tjáði mér að hann hefði skilning á þessu viðhorfi en hann teldi málið þess eðlis að það ætti erindi við lesendur blaðsins þar sem um væri að ræða harkaleg ummæli formanns stjórnmálaflokks til umsvifamikils athafnamanns. Rétt er að taka fram að málið varðaði að öllu leyti persónuleg málefni sem tengdust minni fjölskyldu," segir hann. "Mótmæli mín við þetta urðu veik þar sem í hjarta mínu þá gat ég ekki annað en fallist á rök Styrmis og ég hef aldrei áfellst hann síðan," segir Össur. Á heimasíðu sinni segir Össur: "Ritstjóri Morgunblaðsins varði það þá með nákvæmlega jafn góðum og sannfærandi rökum og Fréttablaðið ver sig núna fyrir hneykslun hans. Styrmir hafði rétt fyrir sér þá einsog hann hefur rangt fyrir sér núna. Munurinn er sá, að nú er hann einn af málsaðiljum - og ritstjóri Morgunblaðsins verður að skýra fyrir lesendum og starfsmönnum afhverju þá gilda önnur prinsipp." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, og Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, hafa báðir orðið fyrir því að einkapóstar sem þeir sendu hafi birst á síðum Morgunblaðsins án þeirra leyfis. Sunnudaginn 10. maí 1998 birtist tölvupóstur sem Gunnlaugur sendi þingmönnum á innra neti þingsins orðrétt í Morgunblaðinu. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um að til stæði að birta póstinn því ekki hafi verið haft samband við hann áður en pósturinn vart birtur í Morgunblaðinu. "Ég var mjög ósáttur við þessa birtingu á sínum tíma," segir Gunnlaugur. Þá birti Morgunblaðið 15. nóvember 2002 bréfaskipti Norðurljósa og Landsbankans vegna fjárhagsstöðu Norðurljósa og lánamála félagsins. Össur skrifar á heimasíðu sinni að Styrmir hneykslist manna mest á birtingu Fréttablaðsins á einkatölvupóstum. Styrmir hafi líklega gleymt að hann hafi sjálfur birt einkapóst úr tölvu, vitandi að það væri bæði í óþökk sendanda og viðtakenda. "Fréttablaðið rennur því í einskis manns slóð í því efni nema hans sjálfs," segir Össur. Þegar Össur var beðinn um að skýra við hvaða einkapóst hann ætti, sagði hann: "Ég á við einkabréf mitt sem ég sendi til tveggja viðtakanda. Annar var góður vinur föður míns til margra áratuga og hinn kunningi minn sem ég hafði haft töluverð samskipti við um málefni Baugs. Tölvupóstur þessi komst í hendur Styrmis. Hér var um einkabréf að ræða og bæði ég og viðtakendur gerðum Morgunblaðinu ljóst að við værum mótfallnir birtingu," segir Össur. "Styrmir, sem hafði nær öll samskipti af blaðsins hálfu við mig vegna þessa máls, tjáði mér að hann hefði skilning á þessu viðhorfi en hann teldi málið þess eðlis að það ætti erindi við lesendur blaðsins þar sem um væri að ræða harkaleg ummæli formanns stjórnmálaflokks til umsvifamikils athafnamanns. Rétt er að taka fram að málið varðaði að öllu leyti persónuleg málefni sem tengdust minni fjölskyldu," segir hann. "Mótmæli mín við þetta urðu veik þar sem í hjarta mínu þá gat ég ekki annað en fallist á rök Styrmis og ég hef aldrei áfellst hann síðan," segir Össur. Á heimasíðu sinni segir Össur: "Ritstjóri Morgunblaðsins varði það þá með nákvæmlega jafn góðum og sannfærandi rökum og Fréttablaðið ver sig núna fyrir hneykslun hans. Styrmir hafði rétt fyrir sér þá einsog hann hefur rangt fyrir sér núna. Munurinn er sá, að nú er hann einn af málsaðiljum - og ritstjóri Morgunblaðsins verður að skýra fyrir lesendum og starfsmönnum afhverju þá gilda önnur prinsipp."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira