Fulltrúar sýslumanns á Fréttablaði

Fulltrúar frá Sýslumanninum í Reykjavík komu á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins skömmu fyrir hádegi og lögðu fram lögbann á birtingu gagna að beiðni Jónínu Benediktsdóttur. Lagt var hald á birt og óbirt gögn í tengslum við fréttir blaðsins af samskiptum Jónínu Benediktsdóttur við Styrmi Gunnarsson og fleiri í tenglum við málareksturinn gegn Baugi. Að sögn Hallgríms Thorsteinssonar sem var á staðnum komu fulltrúarnir laust eftir klukkan hálftólf. Þeir funduðu með Sigurjóni M. Egilssyni, fréttastjóra Fréttablaðsins, Gunnari Smára Egilssyni, forstjóra 365 miðla og Einari Þór Sverrissyni, lögfræðingi 365 miðla.