Innlent

Vinsældir Villepin aukast

Forsætisráðherra Frakklands, Dominique de Villepin, mælist nú í fyrsta sinn með meira persónulegt fylgi en innanríkisráðherra landsins, Nicolas Sarkozy, en talið er að þeir muni keppa um forsetaembættið í Frakklandi árið 2007. Villepin varð forsætisráðherra með skömmum fyrirvara í maí síðastliðnum þegar Jean-Pierre Raffarin sagði af sér eftir að Frakkar höfðu fellt stjórnarskrártillögu Evrópusambandsins. Hann þykir hafa staðið sig vel í embætti en stjórnmálaskýrendur í Frakklandi benda þó á að enn hafi ekki reynt mikið á Villepin og ýmsar prófraunir bíði hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×