Tjáningarfrelsi eða persónuvernd? 30. september 2005 00:01 Sýslumaðurinn í Reykjavík fór inn á skrifstofu Fréttablaðins í dag og lagði hald á tölvupóst Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum.Lagt var bann við birtingu úr bréfunum að kröfu Jónínu. Dómstólar þurfa nú að kveða upp úr um hvort sé mikilvægara, tjáningarfrelsi fjölmiðla eða persónuvernd. Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík sem fór inn á skrifstofu Fréttablaðsins í dag, vildi ekkert tjá sig um málið við fjölmiðla. Sigurjón M. Egilsson, starfandi ritstjóri Fréttablaðsins, segist telja þetta aðför að bæði prent- og málfrelsi blaðsins. Í lögbannsúrskurðinum segi, ef hann muni rétt, að hvorki megi vitna orðrétt né óbeint í umræddan tölvupóst og þar væru ekki eldri fréttir blaðsins eða annað sem tengist málinu. Spurður hvort eitthvað fleiri hafi verið í póstunum sem forsvarsmenn blaðsins hafi ekki viljað að aðrir læsu segir Sigurjón svo vera, t.a.m. hlutir og fullyrðingar sem ættu ekki heima í jafn vönduðu blaði og Fréttablaðinu og hafi aldrei staðið til að birta. Allt sem viðkomi fréttum hafi hins vegar verið birt og skaðinn því ekki mikill að því leytinu til. Málið er nú í höndum lögmanna og segir Sigurjón að reynt verði að fá lögbanninu hnekkt. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365, segir að sér finnst þetta mjög sérstakt, sérstaklega vegna þess að undanfarna daga hafi komið fram að það sem Fréttablaðið hafi gert m,eð því að vitna í einkaskjöl sé nánast viðtekin venja, og ekki hvað síst í Morgunblaðinu sem hafi hneykslast einna mest á málinu og rekið það lögfræðilega í leiðurum og á baksíðu. Össur Skarphéðinsson og Gunnlaugur Sigmundsson segja í Fréttablaðinu í dag að Morgunblaðiðið hafi birt einkabréf þeirra í óþökk þeirra. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, vildi ekki ræða þetta en segist munu gera það í Morgunblaðinu á morgun. Úrskurðir sem þessir eru í eðli sínu bráðabirgðaúrskurðir - það þarf að höfða staðfestingarmál fyrir dómstólum innan viku. Það verður væntanlega næsta skref Jónínu, sem sagði orðrétt þegar fréttastofa hafði samband við hana: "Ég vil ekki ræða við ykkur," og lagði á. Eftir henni var haft í fréttum Ríkisútvarpsins að allt stefni í að hún höfði mál á hendur 365 miðlum vegna birtingar á tölvupósti hennar. Jón Magnússon hæstarréttarlögmaður, sem rekur málið fyrir 365, sagði allar líkur á að kröfunni um lögbann verði hnekkt þegar málið komi til héraðsdóms þar sem tjáningarfrelsi fjölmiðla sé í þessu tilviki mikilvægara en persónuverndin. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík fór inn á skrifstofu Fréttablaðins í dag og lagði hald á tölvupóst Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum.Lagt var bann við birtingu úr bréfunum að kröfu Jónínu. Dómstólar þurfa nú að kveða upp úr um hvort sé mikilvægara, tjáningarfrelsi fjölmiðla eða persónuvernd. Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík sem fór inn á skrifstofu Fréttablaðsins í dag, vildi ekkert tjá sig um málið við fjölmiðla. Sigurjón M. Egilsson, starfandi ritstjóri Fréttablaðsins, segist telja þetta aðför að bæði prent- og málfrelsi blaðsins. Í lögbannsúrskurðinum segi, ef hann muni rétt, að hvorki megi vitna orðrétt né óbeint í umræddan tölvupóst og þar væru ekki eldri fréttir blaðsins eða annað sem tengist málinu. Spurður hvort eitthvað fleiri hafi verið í póstunum sem forsvarsmenn blaðsins hafi ekki viljað að aðrir læsu segir Sigurjón svo vera, t.a.m. hlutir og fullyrðingar sem ættu ekki heima í jafn vönduðu blaði og Fréttablaðinu og hafi aldrei staðið til að birta. Allt sem viðkomi fréttum hafi hins vegar verið birt og skaðinn því ekki mikill að því leytinu til. Málið er nú í höndum lögmanna og segir Sigurjón að reynt verði að fá lögbanninu hnekkt. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365, segir að sér finnst þetta mjög sérstakt, sérstaklega vegna þess að undanfarna daga hafi komið fram að það sem Fréttablaðið hafi gert m,eð því að vitna í einkaskjöl sé nánast viðtekin venja, og ekki hvað síst í Morgunblaðinu sem hafi hneykslast einna mest á málinu og rekið það lögfræðilega í leiðurum og á baksíðu. Össur Skarphéðinsson og Gunnlaugur Sigmundsson segja í Fréttablaðinu í dag að Morgunblaðiðið hafi birt einkabréf þeirra í óþökk þeirra. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, vildi ekki ræða þetta en segist munu gera það í Morgunblaðinu á morgun. Úrskurðir sem þessir eru í eðli sínu bráðabirgðaúrskurðir - það þarf að höfða staðfestingarmál fyrir dómstólum innan viku. Það verður væntanlega næsta skref Jónínu, sem sagði orðrétt þegar fréttastofa hafði samband við hana: "Ég vil ekki ræða við ykkur," og lagði á. Eftir henni var haft í fréttum Ríkisútvarpsins að allt stefni í að hún höfði mál á hendur 365 miðlum vegna birtingar á tölvupósti hennar. Jón Magnússon hæstarréttarlögmaður, sem rekur málið fyrir 365, sagði allar líkur á að kröfunni um lögbann verði hnekkt þegar málið komi til héraðsdóms þar sem tjáningarfrelsi fjölmiðla sé í þessu tilviki mikilvægara en persónuverndin.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira